Fara í efni

Erindi frá Landsvirkjun til stjórnar Íslenskrar orku ehf.

Málsnúmer 202310039

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 248. fundur - 10.10.2023

Orkuveita Húsavíkur á 31,45% hlut í félaginu Íslensk Orka ehf. á móti Landsvirkjun og Norðurorku. Engin starfsemi hefur verið í félaginu sem heldur á jarðhitaréttindum í Öxarfirði. Tvær heitavatnsholur í Öxarfirði eru einu eignir félagsins ásamt samningum við landeigendur um jarðhitaréttindi. Vitað er að holurnar eru vatnsmiklar, alla vega önnur þeirra. Fyrirsjáanlega þarf að leggja í kostnað við viðgerð á annarri holunni til að tryggja öryggi. Ef nýting á jarðhitanum á að eiga sér stað þarf einnig að leggja í umtalsverðan kostnað til að svo geti orðið.
Borist hefur erindi frá Landsvirkjun þar sem óskað er eftir viðræðum við stjórn Íslenskrar Orku um forgang að viðskiptaþróun á réttindasvæði félagsins sem felst m.a. í því að greina réttindastöðu samninga og nýtingarmöguleika.
Stjórn samþykkir erindi Landsvirkjunar.