Erindi vegna Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands
Málsnúmer 202311016
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 447. fundur - 09.11.2023
Fyrir byggðarráði liggur erindi og minnisblað frá Vetraríþróttamiðstöð Íslands sem sent er í framhaldi af fundi fulltrúa sveitarfélaganna á svæði SSNE í september.
Með erindinu vill stjórn VMÍ formlega kanna hug sveitarfélaganna til þátttöku í þróun á sýn stjórnar á áframhaldandi starfi og útvíkkun starfsemi VMÍ og því er þetta erindi sent til umfjöllunar.
Með erindinu vill stjórn VMÍ formlega kanna hug sveitarfélaganna til þátttöku í þróun á sýn stjórnar á áframhaldandi starfi og útvíkkun starfsemi VMÍ og því er þetta erindi sent til umfjöllunar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna um kostnað sem tilfellur við verkefnið.