Fara í efni

Ósk um að fá að staðsetja geymslugám fyrir hjólafélagið 640MTB

Málsnúmer 202311025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 174. fundur - 14.11.2023

Hjólafélagið 640MTB óskar stöðuleyfis fyrir 20 feta geymslugám við aðstöðu félagsins við Stalla. Fyrir liggur rissmynd af óskaðri staðsetningu gámsins, en félagið er opið fyrir öðrum hugmyndum. Félagið óskar þess jafnframt að fá leyfi til að setja niður gáminn til skamms tíma á gámasvæði Norðurþings við Haukamýri þar til hægt verður að koma honum fyrir á varanlegri stað.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar gáminn á óskuðum stað, enda verði hann málaður í litum sem falla að umhverfinu. Stöðuleyfi gildi í eitt ár frá vori 2024. Ráðið samþykkir einnig að gámurinn verði geymdur á geymslusvæði við Haukamýri til vors.