Fara í efni

Fjárhagur Hafnasjóðs Norðurþings

Málsnúmer 202311064

Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 17. fundur - 16.11.2023

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar úr bókhaldi Hafnasjóðs vegna lánastöðu Hafnasjóðs við Ríkissjóð.

Með fundarboði fylgir einnig skýrsla sem Samband íslenskra sveitarfélaga vann fyrir Hafnasamband Íslands, Úttekt og greining á fjárhagsstöðu íslenskra hafna 2022.
Stjórn Hafnasjóðs felur hafnastjóra að senda erindi til fjármála- og efnahagsráðuneytis vegna lánastöðu Hafnasjóðs við Ríkissjóð í samráði við endurskoðanda.