Fara í efni

Samgöngustefna SSNE 2023-2033

Málsnúmer 202311096

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 450. fundur - 07.12.2023

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar samgöngustefna SSNE 2023-2033. Að stefnunni komu sveitarfélögin tíu á Norðurlandi eystra sem eiga aðild að SSNE og er í henni mörkuð stefna í samgöngu- og innviðamálum til næstu tíu ára.

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) ásamt sveitarfélögunum á Norðurlandi eystra hafa undanfarin misseri unnið að því að marka stefnu landshlutans í samgöngu og innviðamálum landshlutans. Þeirri vinnu lauk nýverið með samþykkt stefnunnar á haustþingi SSNE og hefur Samgöngu- og innviðastefna Norðurlands eystra 2023-2033 verið gefin út.

Helstu áherslur SSNE í samgöngumálum endurspeglast í fjórum áherslum: Öruggar samgöngur, greiðar samgöngur, umhverfislega sjálfbærar samgöngur og jákvæð byggðaþróun.
Byggðarráð lýsir ánægju sinni með samgöngustefnu SSNE 2023-2033.