Fara í efni

Kynning á verkefni samtaka um verndun í og við Skjálfanda.

Málsnúmer 202312050

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 451. fundur - 14.12.2023

Á fund byggðarráðs mæta Eva Björk Káradóttir og Huld Hafliðadóttir fulltrúar Samtaka um verndun í og við Skjálfanda og kynna verkefni sem þau eru að vinna að.
Byggðarráð þakkar Evu Björk og Huld fyrir komuna á fundinn og kynninguna á starfssemi SVÍVS. Ráðið lýsir sig tilbúið til að taka þátt í áframhaldandi vinnu á síðari stigum og leggja til stuðning með því að upplýsa íbúa um verkefnið og framvindu, auk þess sem fulltrúi Norðurþings tekur þátt í verkefninu.

Fulltrí M-Listans vill bóka:

Sveitarfélagið er í þeirri vinnu að efla starfemi á Bakka og fjölga fyrirtækjum þar sem leiðir af sér meiri skipakomur flutningskipa til Húsavíkur. Einnig er vinna við markaðasetningu til á skemmtiferðaskipum til Húsavíkur.

Allir þessir þættir og fiskvinnsla er mikilvæg tekjulind fyrir sveita og hafnasjóð Norðurþings.
Umhverfismál á Skjálfandaflóa falla undir ríkisvaldið sem og á öllu Íslandi. Ég tel að það þurfi ekki millilið eins og SVÍVS sem umsagnaraaðila um umferð og umhverfismál í og við Skjálfandaflóa sem gæti mögulega farið gegn vinnu Norðurþings í að efla atvinnutækifærin.

Ég er hlynntur því að stýra skipakomu inn og út flóann svo að starfsemi hvalaskoðunar og svo aftur skemmti-, fiski- og flutningaskipa skarist ekki.