Fara í efni

Lokun á starfsstöð Persónuverndar á Húsavík

Málsnúmer 202312051

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 451. fundur - 14.12.2023

Vorið 2021 tók til starfa ný starfsstöð Persónuverndar á Húsavík og var formlega opnuð 9.september sama ár. Alls bárust 106 umsóknir um tvö ný störf hjá stofnuninni á Húsavík þegar hún tók til starfa. Nú liggur fyrir að búið er að segja þessum starfsmönnum upp og starfsstöðinni verður lokað frá áramótum.
Byggðarráð Norðurþings lýsir yfir mikilli óánægju og furðu sinni með ákvörðun Persónuverndar að segja upp tveimur starfsmönnum og loka starfsstöð sinni á Húsavík. Miðað við fjölda umsókna um störfin þegar starfsstöðin var opnuð er augljóst að eftirspurnin er til staðar og miður að niðurskurður bitni á opinberum störfum á landsbyggðunum.