Fara í efni

Frumvarp til laga um lagareldi í samráðsgátt stjórnvalda

Málsnúmer 202312052

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 451. fundur - 14.12.2023

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað sveitarstjóra en í samráðsgátt stjórnvalda er mál nr. S-253/2023, frumvarp til laga um lagareldi, mál frá Matvælaráðuneytingu.

Málið er opið til umsagnar til 3. janúar 2024.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að móta drög að umsögn og leggja fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 452. fundur - 04.01.2024

Fyrir byggðarráði liggja drög að umsögn Norðurþings en búið er að framlengja umsagnarfrest til 10. janúar.

Einnig liggur fyrir til kynningar fundargerð 77. fundar stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga en stjórnin hvetur aðildarsveitarfélög sín til að skoða vel frumvarpið og sjávarútvegsstefnu og veita við það umsagnir.
Byggðarráð Norðurþings gerir athugasemdir við að ekkert samráð hafi verið haft við sveitarfélögin við Eyjafjörð og Öxarfjörð við vinnslu frumvarpsins né hafi frumvarpið verið sent sveitarfélögunum til umsagnar. Friðun hafsvæða og lögfesting þess er mjög stór ákvörðun og eðlilegt að byggðarlögin sem verða fyrir mestu áhrifum frumvarpsins og íbúar þeirra komi að umræðunni um friðun.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að skila inn umsögn við frumvarpsdrögin í samræmi við umræður á fundinum.