Fara í efni

Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 202312082

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 140. fundur - 22.12.2023

Fyrir sveitarstjórn liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.
Forseti leggur fram endurskoðuð tillögu að útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2024 í Norðurþingi, sem komin er til vegna samkomulags ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Sveitarstjórn samþykkti 30. nóvember sl. að útsvar yrði 14,74% á árinu 2024.
Endurskoðuð tillaga sem liggur fyrir sveitarstjórn gerir ráð fyrir að útsvar verði 14,97% á árinu 2024.

Með vísan til breytinga á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dagsettu 15. desember 2023, samþykkir sveitarstjórn með 9 samhljóða atkvæðum að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.
Um er að ræða breytta tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga en ekki aukna skattheimtu eða álögur á íbúa.

Tillagan samþykkt er samhljóða.