Fara í efni

Lykiltölur um leik- og grunnskóla

Málsnúmer 202401096

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 174. fundur - 23.01.2024

Yfirlit yfir lykiltölur um skólahald í leik- og grunnskólum vegna ársins 2022 er lagt fram til kynningar.
Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna þessara tveggja skólastiga var um 205 milljarðar króna árið 2022.

Um er að ræða fjölbreytt safn lykiltalna í 20 töflum. Má þar nefna menntun starfsfólks, fjölda stöðugilda, rekstrarkostnað á hvern nemanda/heilsdagsígildi og svo kostnað vegna fræðslumála sem hlutfall af skatttekjum og útgjöldum sveitarfélaga. Árið 2022 námu útgjöld sveitarfélaga vegna leik- og grunnskóla að meðaltali um 49% skatttekna þeirra eða 189 ma. króna nettó.

Hlutfall leikskólakennara í leikskólum reknum af sveitarfélögum var 26% en þegar horft er til allra með uppeldismenntun er sinna uppeldis- og menntunarstörfum þá er hlutfallið 44%. Árið 2022 er að jafnaði 3,33 heilsdagsígildi leikskólabarna á hvert stöðugildi í leikskólum og má leiða líkum að því að fjölgun yngri leikskólabarna hafi áhrif hér á. Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna leikskóla var 73,2 ma. kr. árið 2022.

Hlutfall grunnskólakennara í grunnskólum reknum af sveitarfélögum var 85%. Um 11,1 nemendur voru á hvert stöðugildi kennara. Hér eru stjórnendur ekki meðtaldir. Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna grunnskóla var 132 ma. kr. árið 2022.
Lagt fram til kynningar.