Fara í efni

Víkingurinn 2024

Málsnúmer 202402099

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 181. fundur - 26.03.2024

Ákveðið var á síðasta ári að gera breytingar og sameina Vestfjarðarvíkinginn, Austfjarðartröllið og Norðurlands Jakann í eitt mót; Víkingurinn. Keppnin fer fram dagana 28.-30.júní og er ætlunin að heimsækja fjögur sveitarfélög og vera með tvær keppnisgreinar í hverju sveitarfélagi sem heimsótt er.
Í erindinu er kannaður vilji sveitarfélagsins til að taka þátt og þá halda keppnina í sveitarfélaginu. Einnig er sótt um gistingu og aðstöðu fyrir aðstandendur og keppendur, ásamt styrk að upphæð 250.000 kr.
Fjölskylduráð sér sér ekki fært að taka þátt í verkefninu að þessu sinni.