Fara í efni

Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun gæðaviðmiða innra mats.

Málsnúmer 202403115

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 182. fundur - 09.04.2024

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar drög að endurskoðuðum gæðaviðmiðum innra mats leik- og grunnskóla.
Endurskoðun gæðaviðmiða nú byggir á endurskoðun Menntamálastofnunar á gæðaviðmiðum fyrir ytra mat á grunnskólum frá árinu 2022. Sveitarfélög bera samkvæmt lögum m.a. ábyrgð á mati og eftirliti á skólastarfi sveitarfélaga og eru skýrslur skólanna um innra mat sem byggt er á gæðaviðmiðunum ein forsenda þess að fjölskylduráð geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu um eftirlit með skólastarfi.
Í kjölfar umfjöllunar fjölskylduráðs munu skólastjórar hafa tækifæri til að koma með ábendingar eða gera athugasemdir þangað til endurskoðuð gæðaviðmið verða lögð fram til samþykktar á fundi fjölskylduráðs eftir þrjár vikur.

Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að kynna endurskoðuð gæðaviðmið fyrir skólasamfélögum sveitarfélagsins og óska eftir athugasemdum vegna endurskoðunarinnar.

Fjölskylduráð - 187. fundur - 04.06.2024

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun um endurskoðuðun á gæðaviðmiðum innra mats leik- og grunnskóla.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gæðaviðmið innra mats.