Fara í efni

Birkir Viðarsson ehf óskar samþykkis fyrir uppbyggingu á Höfða 6

Málsnúmer 202408029

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 194. fundur - 13.08.2024

Tekið fyrir erindi frá Birki Viðarssyni ehf. Umsókn um leyfi til að byggja upp minniháttar ferðaþjónustu á lóð fyrirtækisins að Höfða 6.

Meðfylgjandi erindi eru frumhugmyndir að uppbyggingunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir.

Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda um næstu skref.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 213. fundur - 11.03.2025

Birkir Viðarsson ehf óskar samþykki fyrir uppbyggingu á Höfða 6. Uppbygging felur í sér breytingu á fyrirliggjandi tanki og glerbyggingu ofan á hann. Ennfremur er þess óskað að fá heimild til að byggja upp þrjú smáhýsi innan lóðarinnar til skammtímaleigu. Fyrir liggja skissur af fyrirhugaðri uppbyggingu unnar af Baldri Kristjánssyni hjá Belkód.
Skipulags- og framkvæmdaráð metur það svo að vandaður frágangur lóðarinnar að Höfða 6 sé mikilvægur fyrir útlit bæjarins. Ráðið telur fyrirliggjandi hugmyndir að nýtingu lóðarinnar líklegar til að tryggja góða ásýnd á svæðið. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grennarkynna erindið áður en afstaða er tekin til þess. Ráðið telur að uppbyggingin muni helst hafa áhrif á nágranna að Höfða 3 (F2153051, F2227576) og Norðurgarði 4 og telur að grenndarkynning þurfi ekki að ná víðar.