Krafa um ógildingu ákvarðana um framkvæmdaleyfi og stöðvun framkvæmda í landi Þverár
Málsnúmer 202408066
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 195. fundur - 27.08.2024
Tekið fyrir erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, vegna stjórnsýslukæra nr. 89/2024 á Norðurþing frá félaginu Náttúrugrið, almannasamtökum á sviði líffræðilegs og jarðfræðilegs fjölbreytileika.
Kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Norðurþings um að veita Yggdrasil Carbon framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Saltvíkur og í landi Þverár í Reykjahverfi og brot á þátttökurétti í málsmeðferð þessarar ákvarðana.
Sveitarfélagið hefur móttekið kæruna með formlegum hætti og mun skila inn umsögn til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í málinu innan tilskilins frests.
Kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Norðurþings um að veita Yggdrasil Carbon framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Saltvíkur og í landi Þverár í Reykjahverfi og brot á þátttökurétti í málsmeðferð þessarar ákvarðana.
Sveitarfélagið hefur móttekið kæruna með formlegum hætti og mun skila inn umsögn til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í málinu innan tilskilins frests.
Gögn málsins kynnt.
Byggðarráð Norðurþings - 473. fundur - 29.08.2024
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar stjórnsýslukæra, móttekin 22. ágúst 2024 ásamt umboði, þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Norðurþings um að veita Yggdrasil Carbon framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Saltvíkur og í landi Þverár í Reykjahverfi og brot á þátttökurétti í málsmeðferð þessarar ákvarðana.
Sveitarfélagið hefur móttekið kæruna með formlegum hætti og mun skila inn umsögn til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í málinu innan tilskilins frests.
Byggðarráð Norðurþings - 475. fundur - 12.09.2024
Fyrir byggðarráði liggur greinargerð frá lögmanni sveitarfélagsins vegna athugasemda vegna kæru á ákvörðun Norðurþings um útgáfu á framkvæmdaleyfum vegna skógræktar í landi Þverár og Saltvíkur.
Lagt fram til kynningar.