Fara í efni

Hraðið miðstöð nýsköpunar og þekkingar, samtal um áframhaldandi samstarf

Málsnúmer 202409027

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 475. fundur - 12.09.2024

Á fund byggðarráðs koma fulltrúar frá Hraðinu til að ræða áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins að rekstri FabLab Húsavík.
Byggðarráð þakkar Lilju Berglindi Rögnvaldsdóttur og Stefáni Pétri Sólveigarsyni og fyrir komuna á fundinn og greinargóða kynningu á starfsemi FabLab Húsavík. Ráðið felur sveitarstjóra að uppfæra samningsdrög og leggja fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 481. fundur - 14.11.2024

Á fund byggðarráðs kemur fulltrúi frá Hraðinu til að ræða áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins að rekstri FabLab Húsavík.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá áframhaldandi samning vegna reksturs FabLab á Húsavík. Framlagið verður óbreytt 5. m.kr á ári næstu tvö ár.