Hrói höttur - sýning Leikhópsins Lottu á Húsavík
Málsnúmer 202502015
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 209. fundur - 11.02.2025
Leikhópurinn Lotta hefur hug á að sýna leikritið Hrói höttur á Húsavík um Mærudagshelgina. Fjölskylduráð þarf að taka afstöðu til þess að standa straum af ferða- og dvalarkostnaði, sem og endurgjaldslausra afnota af íþróttahöllinni, ef veður verður slæmt.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu fjölmenningarfulltrúa um að styrkja Leikhópinn Lottu um 250.000 kr. árið 2025 vegna ferða- og dvalarkostnaðar. Ráðið samþykkir einnig endurgjaldslaus afnot af íþróttahöllinni ef veður verður slæmt.