Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð - 136

Málsnúmer 2210005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 127. fundur - 27.10.2022

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 136. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið 10 "Framkvæmdaráætlun 2023": Aldey, Helena, Benóný, Soffía, Eysteinn, Jónas og Hjálmar.

Aldey Unnar Traustadóttir óskar bókað: Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um að útbúa fjölskylduklefa í sundlaug Húsavíkur og vill undirrituð hvetja skipulags og framkvæmdaráð til að koma þeirri framkvæmd á áætlun næsta árs. Það að útbúa fjölskylduklefa er mikilvægt fyrir öll og þá sérstaklega bæði fyrir þau sem að þurfa á aðstoð að halda og þau sem ekki skilgreina sig sem konur eða karlar.

Helena og Benóný taka undir bókun Aldeyjar.


Til máls tók undir lið 9 "Eldvarnareftirlit í eignum Norðurþings": Benóný og Birkir.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.