Orkuveita Húsavíkur ohf

159. fundur 24. febrúar 2017 kl. 08:15 - 08:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufullt
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson Framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Lánamál Orkuveitu Húsavíkur

201702147

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur að taka afstöðu til þess hvort greiða skuli upp erlent lán félagsins í ljósi hagstæðs gengis.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að greiða upp lán við Lánasjóð sveitarfélaga nr. 511053 og 510053 að fjárhæð 5 milljón EUR. Lánin voru tekin í desember 2005 til endurfjármögnunar lána vegna orkuveituframkvæmda, með einn gjalddaga þann 15. október 2020. Mökuleiki er á að endurgreiða lánið án uppgreiðslugjalds eigi síðar en 7. apríl 2017.

Það er mat stjórnar OH að hagstætt sé að nýta handbært fé félagsins til uppgreiðslu erlendra lána í ljósi hagstæðs gengis Evru á móti íslenskri krónu. Bókfært virði lánsins hefur lækkað úr 719.667.350 m.kr. í árslok 2015 í 611.319.987 m.kr. um síðustu áramót. Staða lánsins við miðað við gengi 20. febrúar 2017 er um 583 milljónir kr. Mikil óvissa er um stöðu gengis á gjalddaga þann 15. október 2020.

2.Eingreiðslur vegna hitaveitu

201702148

Umræða þarf að fara fram um fyrirkomulag vegan eingreiðslna þegar skipt er úr rafhitun í hitaveitu.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:45.