Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

168. fundur 19. september 2023 kl. 13:00 - 14:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Aldey Unnar Traustadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Fyrirkomulag snjómoksturs í Norðurþingi

Málsnúmer 202309045Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kynnir verklýsingu og samning fyrir snjómokstur á Húsavík veturinn 2023-2024.
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kynnti fyrir ráðinu verklýsingu og samning um snjómokstur á Húsavík veturinn 2023-2024. Fyrirkomulag snjómoksturs verður með sama hætti og sl. 4 ár.

Verklýsingin verður send út til verðfyrirspurnar til verktaka 19. september.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að ganga til samninga við verktaka í kjölfar verðfyrirspurna.
Ráðið samþykkir tillögu sviðsstjóra þess efnis að vorið 2024 verði snjómokstur á Húsavík aftur boðinn út.

2.Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2023 - skógarreitir og græn svæði innan byggðar

Málsnúmer 202309078Vakta málsnúmer

Skógræktarfélag Íslands hefur sent sveitarfélögum landsins ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins nú í byrjun september. Í ályktuninni eru sveitarfélög hvött til að huga sérstaklega að verndun og varðveislu skógarreita, trjálunda og grænna svæða í og við þéttbýli.
Lagt fram til kynningar.

3.Umsókn um lóðirnar að Hrísmóum 3 og 5 undir þurrkstöð

Málsnúmer 202308050Vakta málsnúmer

Umsókn GG2023 ehf um tvær byggingarlóðir að Hrísmóum 3 og 5 á Húsavík var til umfjöllunar á fundi ráðsins 29. ágúst s.l. Þá óskaði skipulags- og framkvæmdaráð eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaða uppbyggingu.
Umsækjandi hefur nú komið til sveitarfélagsins ítarlegri upplýsingum um notkun lóðanna.
Í þeim upplýsingum sem fram koma af hálfu umsækjanda er í upphafi aðeins ætlunin að koma upp þurrkunarbúnaði. Fyrirferð á búnaði er ekki mikil og ekki hægt að réttlæta úthlutun stórrar og verðmætrar byggingarlóðar á iðnaðarsvæði við Húsavík undir þennan búnað. Ráðið leggur því til við sveitarstjórn að lóðunum verði ekki úthlutað að svo komnu.

4.Krafa um að stöðuleyfi fyrir Helguskúr verði ekki endurnýjað og að Helguskúr verði fjarlægður af Hafnarstétt 15.

Málsnúmer 202309083Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 28. ágúst 2023 fer lögmaður Gentle Giants - Hvalaferða fram á að sveitarfélagið hlutist til um að Helguskúr á Hafnarstétt 15 verði fjarlægður og jarðrask afmáð innan hæfilegs frests eftir að gildandi stöðuleyfi hússins líkur nú um áramót. Lögmaðurinn telur ekki koma til álita að framlengja stöðuleyfi fyrir húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að upplýsa eiganda Helguskúrs um erindi Gentle Giants - Hvalaferða.

Fundi slitið - kl. 14:40.