Bréf til íbúa Húsavíkur frá LNS Saga
Jarðgangagerð í gegnum Húsavíkurhöfða.
Ágætu Húsvíkingar
Nú er undirbúningi fyrir jarðgangagerð í gegnum Húsavíkurhöfða að ljúka. Frá því um miðjan október hafa starfsmenn LNS Saga unnið við að hreinsa frá gangamunnanum að sunnanverðu til þess að hægt sé að hefja borun og sprengingar. Í lok febrúar kom skipið Winter Bay tvisvar til Húsavíkur með sérhæfðan gangabúnað frá Færeyjum þar sem gangagengi frá LNS í Noregi var að ljúka verki. Þessi vika fer í að standsetja búnaðinn og í næstu viku er ætlunin að byrja að sprengja.
02.03.2016
Tilkynningar