Fara í efni

Fræðslu- og forvarnarfundur með lögreglu

Góð mæting var á fræðslu- og forvarnarfund sem Fjölskyldusvið Norðurþings hélt í sal FSH í gær en um 70 fundargestir mættu á fundinn. Fíkniefnadeildin á Akureyri voru með erindi og fóru yfir stöðu fíkniefnaneyslu í dag og voru með fræðslu um neyslueinkenni mismunandi fíkniefna. Lögreglan telur að staðan í málum fíkniefna og neyslu þeirra sé með svipuðum hætti og undanfarin ár og að bestu vísbendingarnar sem hægt er að fá um stöðu þeirra mála sé að fá úr skólakönnunum sem gerðar eru reglulega. Lögreglan taldi að almennt séð væri árangurinn sé réttri leið ef horft er til langs tíma. 

Almenn ánægja var með fundinn og er það hvatning til þess að halda álíka fundi reglulega. 
Norðurþing þakkar fundargestum fyrir komuna.