Fara í efni

Skýrsla um húsnæðismál á Húsavík

Samhliða auknum umsvifum atvinnulífs á svæðinu á næstu árum má gera ráð fyrir töluverðri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Húsavík . Til að tryggja farsæla uppbyggingingu fékk Norðurþing ráðgjafastofuna Alta til liðs við sig til að vinna greiningu á núverandi stöðu á húsnæðismarkaði, setja fram spár um íbúaþróun á næstu árum og leggja mat á hvaða stærðir, íbúðaform og byggingarsvæði henta best á Húsavík til framtíðar. Til að kynna niðurstöða þeirrar vinnu var boðað til opins fundar um málið í sal stéttarfélaganna í síðustu viku. Góð mæting var á fundinn og spruttu upp áhugaverðar umræður á meðal fundargesta að kynningu lokinni. Hægt er að skoða innihald kynningarinnar og skýrslunnar með því að smella á tenglana hér á eftir.

Húsnæðismál- kynning

Húsnæðismál- skýrsla