Jólatré á Húsavík - Tilnefning

Hefð er fyrir því að jólatré Húsavíkinga sé fengið úr heimagarði á Húsavík. 

Líkt og í fyrra óskar umhverfisstjóri eftir tilnefningum frá eigendum grenitrjáa á Húsavík sem vilja, eða þurfa að losna við sitt tré. Valið verður úr tilnefndum trjám og um þau kosið hvaða tré fái að vera jólatré Húsavíkur þessi jól. 

Sveitarfélagið mun kosta fellingu á trénu og frágang þess.

Þegar hafa borist tilnefningar frá trjáeigendum en við biðjum þá að staðfesta sitt tré með því að senda inn formlega staðfestingu. 

Tilnefningar skulu berast umhverfisstjóra á netfangið smari@nordurthing.is.

Með bestu kveðju,
Umhverfisstjóri Norðurþings.