Fara í efni

Norðurþing og Tjörneshreppur - útboð

Norðurþing og Tjörneshreppur óska eftir tilboðum í verkið Söfnun, flutningur, afsetning og endurvinnsla úrgangs ásamt rekstri móttökustöðvar á Húsavík fyrir sveitarfélögin Norðurþing og Tjörneshrepp 2020-2025.
 
Verkið felst í tæmingu á sorp- og endurvinnsluílátum við íbúðarhúsnæði í þétt- og dreifbýli, stofnunum, leigu á ílátum, flutningi úrgangs til afsetningar og rekstri móttökustöðvar.  Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
 
Útboðsgögn fást send frá og með mánudeginum 27. janúar 2020. Sendið beiðni á utbod@efla.is og gefið upp nafn samskiptaaðila í útboði, símanúmer og netfang.
 
Tilboðum skal skilað í Stjórnsýsluhús Norðurþings, Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík fyrir kl 11.00 föstudaginn 28. febrúar 2020 og verða þau opnuð þar.
 
efla