Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

126. fundur 08. janúar 2015 kl. 16:00 - 17:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Lionsklúbbur Húsavíkur og Kiwanisklúbburinn Skjálfandi, umsókn um styrk á móti fasteignagjöldum

Málsnúmer 201412060Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Lionsklúbbi Húsavíkur og Kiwanisklúbbinum Skjálfanda þar sem óskað er eftir styrk á móti fasteignagjöldum.

Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við erindinu.

2.Greið leið ehf., aukafundur 12. janúar 2015

Málsnúmer 201501009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð frá Greiðri leið ehf. þar sem boðað er til auka hluthafafundar sem fer fram þann 12. janúar 2015.

Bæjarráð felur Kristjáni Þór Magnússyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

3.Málefni PCC

Málsnúmer 201501017Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri fór yfir málefni PCC og uppbyggingu þess á Bakka.

Lagt fram til kynningar.

4.Kauptilboð í hlutafé Silfurstjörnunar hf.

Málsnúmer 201501019Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Oddeyri ehf., þar sem óskað er eftir uppkaupum á hlutfé sveitarfélagisns í Silfurstjörnunni hf.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð að nafnvirði 111.642.- krónur og felur Kristjáni Þór Magnússyni að ganga frá málinu.

Fundi slitið - kl. 17:10.