Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

103. fundur 14. apríl 2014 kl. 12:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Soffía Helgadóttir 2. varamaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir varamaður
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
  • Hjálmar Bogi Hafliðason bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Lokun starfsstöðvar Vísis hf. á Húsavík.

Málsnúmer 201403088Vakta málsnúmer


Í ljósi þess að eigendur og hluthafar Vísis hf., hafa tekið ákvörðun um að flytja starfsemi fyrirtækisins á Húsavík til Grindavíkur ásamt öllum tækjum, starfsmönnum og aflaheimildum, óskar sveitarfélagið Norðurþing eftir formlegum viðræðum við eigendur fyrirtækisins um kaup á eignum og aflaheimildum þess sem tilheyra Húsavík.
Ástæða beiðninnar byggir á samkomulagi sem sveitarfélagið gerði við eigendur og hluthafa Vísis hf., þegar það keypti hlut sveitarfélagsins í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur á sínum tíma, en þar kom fram að efla ætti og byggja upp starfsemina á Húsavík. Nú liggur fyrir að þær forsendur eru brostnar og því eðlilegt að sveitarfélagið fái tækifæri til endurkaupa á eignum og aflaheimildum þannig að tryggja megi að markmið samkomulagsins nái fram að ganga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita bréf til eigenda Vísis hf., þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum um endurkaup á eignum og aflaheimildum Vísis hf., á Húsavík.

Fundi slitið - kl. 13:00.