Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

80. fundur 22. ágúst 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergur Elías Ágústsson Bæjarstjóri
Dagskrá

1.Byggðakvóti í Norðurþingi

Málsnúmer 201308066Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom Valdimar Halldórsson og kynnti úttekt á ráðstöfun kvóta í Norðurþing þar með talið byggðakvóta síðastliðin tvö fiskveiðiár. Bæjarráð þakkar fyrir greinargóða kynningu.

2.Hafnarsjóður - framtíðarhorfur

Málsnúmer 201308065Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri og Hrafnhildur Sigurðardóttir fóru yfir framtíðarhorfur í rekstri hafnarsjóðs m.t.t. iðnaðaruppbyggingar á Bakka.

3.Aðalfundarboð, Landsbyggðin Lifi

Málsnúmer 201109090Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Atli Árnason f.h. Sléttungs ehf, erindi varðandi póstþjónustu á Melrakkasléttu

Málsnúmer 201308063Vakta málsnúmer

Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og felur bæjarstjóra að taka málið upp við Íslandspóst.

5.Fundargerð sjórnar SSKS frá 19. ágúst 2013

Málsnúmer 201308067Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Hagsmunasamtök heimilanna, umsókn um styrk

Málsnúmer 201308064Vakta málsnúmer

Bæjarráð hafnar erindinu.

7.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Aðalgeir S. Óskarssyni v/Höfða

Málsnúmer 201308053Vakta málsnúmer

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir aðilar geri slíkt hið sama.

8.Tillaga frá bæjarstjóra, styrkir til nýsköpunar í atvinnulífi Norðurþings

Málsnúmer 201308062Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:00.