Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

100. fundur 31. mars 2014 kl. 12:15 - 13:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Hjálmar Bogi Hafliðason bæjarfulltrúi
  • Olga Gísladóttir bæjarfulltrúi
  • Jón Grímsson bæjarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Lokun starfsstöðvar Vísis hf. á Húsavík.

Málsnúmer 201403088Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi vegna lokunar starfsstöðvar Vísis hf. á Húsavík.
Bæjarráð harmar þá ákvörðun eigenda Vísis hf., að loka starfsstöðvum sínum á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri. Með ákvörðun um lokun á Húsavík er fallið frá þeim ákvæðum sem lýst er og staðfest var í samningi við sölu sveitarfélagsins á eignarhlut sínum í F.H. Samkvæmt samningi um sölu hlutar sveitarfélagsins í félaginu átti að byggja upp og efla starfsstöðina á Húsavík. Nú áformar kaupandinn að loka starfsstöðinni og flytja á brott allar aflaheimildir sem fylgdu kaupunum til Grindavíkur. Bæjarráð mun aldrei láta slíkar aðgerðir óátalið enda um verulega hagsmuni að ræða fyrir samfélagið og það starfsfólk sem byggt hefur fyrirtækið upp á löngum tíma. Þessi ákvörðun Vísis hf., sem tilkynnt var s.l. föstudag kemur bæjaryfirvöldum verulega á óvart og óskar bæjarráð eftir því að ákvörðunin verði afturkölluð og viðræður hafnar milli aðila um málið.

Bæjarráð felur bæjastjóra að óska nú þegar eftir fundi með stjórn og stjórnendum Vísis hf. Jafnframt óskar bæjarráð eftir fundi með fulltrúum stjórnvalda, þingmönnum kjördæmisins og Byggðastofnun.
Fulltrúar bæjarstjórnar var boðið að sitja fund bæjarráðs. Jón Grímsson og Olga Gísladóttir voru á símafundi.

Fundi slitið - kl. 13:15.