Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

152. fundur 17. september 2015 kl. 17:00 - 20:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Framtíð starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Norðurþingi

Málsnúmer 201509059Vakta málsnúmer

Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Sigríður Ingvarsdóttir, framvæmdastjóri og Sigurður Steingrímsson, verkefnissjóri fóru yfir hugsanleg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Norðurþingi.

2.Vindorka í Norðurþingi

Málsnúmer 201503005Vakta málsnúmer

Garðar Garðarsson, lögræðingur Landslaga, mætti á fundinn og fór yfir mögulegar samningskröfur vegna rannsókna við áhugasama aðila sem vilja nýta vindorku í Norðurþingi.

3.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 23. sept. 2015

Málsnúmer 201509030Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2015 sem haldinn verður 23. september nk.
Kristján Þór Magnússon verður fulltrúi Norðurþings á fundinum.

4.Erindi frá Markaðsskrifstofu Norðurlands vegna Flugklasans Air66

Málsnúmer 201509043Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem farið er fram á fjárframlag til stuðnings verkefnisins Flugklasi Air 66N á Norðurlandi
Bæjarráð hafnar erindi Markaðsstofu Norðurlands

5.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra, fundargerðir 2015

Málsnúmer 201502079Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir 174. og 175. funda heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra.
Lagt fram til kynningar

6.Fundargerðir Sorpsamlags Þingeyinga ehf

Málsnúmer 201509060Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir aðalfundar Sorpsamlags Þingeyinga frá 4. júní 2015 og stjórnarfundargerðir félagsins frá 10. apríl, 11. maí, 9. september og 15. september.
Fundargerðirnar eru lagðar fram

7.Fjármál Norðurþings

Málsnúmer 201505080Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fór yfir áætlanir sameiginlegs kostnaðar og atvinnumála

Fundi slitið - kl. 20:40.