Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson f.h. Þorgerðar K. Aðalsteinsdóttur óskar eftir niðurfellingu á fasteignagjöldum
201510027
Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Aðalsteini Ásbergi Sigurðssyni, þar sem hann óskar, f.h. Þorgerðar K Aðalsteinsdóttur, eftir niðurfellingu á fasteignagjöldum vegna fasteignarinnar að Höfðabrekku 7. Málið var áður á dagskrá á 155. fundi bæjarráðs og frestað.
Bæjarráð telur sér ekki fært að fara gegn gildandi reglum um afslátt af fasteignaskatti og hafnar erindinu
2.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Kristjönu R. Sverrisdóttur vegna sölu gistingar að Víkurbraut 18 Raufarh.
201512030
Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Kristjönu R Sveinsdóttur vegna gistingar að Víkurbraut 18, Raufarhöfn
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn
3.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna breytinga/viðbót á rekstrarleyfi til handa Berki Emilssyni v/heimagistingar að Stóragarði 7
201512031
Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Berki Emilssyni vegna gistingar að Stóragarði 7 Húsavík
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn
4.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna rekstrarleyfis til handa Guðbjarti Ellert Jónssyni/Gamla Bauk
201512032
Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Guðbjarti E Jónssyni vegna Gamla Bauks.
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn
5.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Kristjönu R Sverrisdóttur v/heimagistingar að Klifahúsum Raufarh.
201512033
Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Kristjönu R Sveinsdóttur vegna heimagistingar að Klifahúsum, Raufarhöfn.
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn
6.VSK af almenningssamgöngum
201512035
Fyrir bæjarráði liggur minnisblað frá RSK um undanþáguákvæði 3. mgr 2.gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt
Lagt fram til kynningar
7.833. og 834. fundir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
201512037
Fyrir bæjarráði liggja fundargeðir 833. fundar og 834. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 16:50.