Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

29. fundur 15. október 2013 kl. 16:15 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
 • Olga Gísladóttir 2. varaforseti
 • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
 • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
 • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
 • Birna Björnsdóttir 1. varamaður
 • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
 • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 23

Málsnúmer 1310006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 23. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

2.Bæjarráð Norðurþings - 84

Málsnúmer 1310007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 84. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 4 - Hjálmar Bogi og Jón Helgi.Til máls tóku undir lið 3 - Trausti, Friðrik og Bergur.Til máls tóku undir lið 5 - Bergur.Til máls tóku undir lið 6 - Bergur, Jón Helgi og Soffía Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

3.Breyting aðalskipulags Norðurþings vegna lagningar jarðstrengs frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla

Málsnúmer 201309015Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 110. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna lagningar jarðstrengs meðfram Reykjaheiðarvegi frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla.
Skipulagsstofnun kom þeim sjónarmiðum á framfæri í bréfi dags. 25. september að æskilegt sé að fram komi í lýsingu hvaða umsagnaraðilar fái hana til umsagnar.
Einnig er þar minnt á að auglýsa verði með áberandi hætti kynningu lýsingarinnar.
Aðrar umsagnir um skipulags- og matslýsinguna hafa ekki borist.
Skipulagslýsingin var auglýst til umsagnar með áberandi hætti í Skránni 19. september s.l.
Þar var jafnframt auglýstur kynningarfundur um skipulagshugmyndina á bæjarskrifstofu Norðurþings sem haldinn var 24. september.
Skipulagsráðgjafa falið að færa inn upplýsingar um umsagnaraðila og kynningu
í lýsinguna.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna strenglagnarinnar ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sú skipulagstillaga verði samþykkt til kynningar skv. ákvæðum 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að senda hana til athugunar hjá Skipulagsstofnun sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða.

4.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna iðnaðarlóðar á Bakka

Málsnúmer 201303042Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 110. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags Norðurþings vegna færslu háspennumannvirkja að og frá iðnaðarsvæði á Bakka.
Tjörneshreppur kom þeim sjónarmiðum á framfæri að hreppsnefnd teldi tilfærslu háspennumannvirkja til bóta, en lýsir jafnframt þeirri afstöðu sinni að rétt hefði verið að leggja umræddar háspennulínur að iðnaðarsvæði á Bakka í jörð austur fyrir heiðarbrún til að draga sem mest úr sjónmengun fyrir vegfarendur og íbúa bæjanna á Héðinshöfða.
Skipulagsstofnun tilkynnti með bréfi dags. 25. september að hún telji ekki tilefni til umsagnar um lýsinguna að nýju.
Hinsvegar er minnt á að kynna þarf tillöguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga áður en sveitarstjórn samþykkir hana til auglýsingar.
Aðrar umsagnir bárust ekki um skipulagslýsinguna.
Skipulagslýsingin var auglýst til umsagnar með áberandi hætti í Skránni 19. september s.l.
Þar var jafnframt auglýstur almennur kynningarfundur um skipulagshugmyndina á bæjarskrifstofu Norðurþings sem haldinn var 24. september.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu með tilheyrandi umhverfisskýrslu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sú skipulagstillaga verði samþykkt til kynningar skv. ákvæðum 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að senda hana til athugunar hjá Skipulagsstofnun sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða.

5.Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka

Málsnúmer 201209005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 110. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Tillaga að 1. áfanga deiliskipulags að Bakka ásamt
umhverfisskýrslu var kynnt á vordögum og samþykkt af bæjarstjórn.
Vegna annmarka á afgreiðslu tilheyrandi aðalskipulagsbreytingar telur Skipulagsstofnun tilefni til að endurauglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða breytingu aðalskipulagsins.
Gerðar hafa verið óverulegar leiðréttingar á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð og voru þær breytingar kynntar á fundinum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði endurauglýst með áorðnum breytingum skv. 41. gr. skipulagslaga
samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða.

6.Deiliskipulag urðunarstaðar við Kópasker

Málsnúmer 201212023Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 110. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna stækkunar sorpförgunarsvæðis norðan Kópaskers.
Skipulagsstofnun hefur farið yfir málsgögn og gerir hvorki athugasemdir við lýsingu á skipulagsverkefninu né áherslur í umhverfismati.
Stofnunin bendir hinsvegar á að samræma þarf skráð flatarmál svæðsins innan lýsingarinnar.
Aðrar umsagnir um skipulags- og matslýsinguna hafa ekki borist.
Skipulagslýsingin var auglýst til umsagnar með áberandi hætti í Skránni 19. september s.l.
Þar var jafnframt auglýstur kynningarfundur um
aðalskipulagsbreytinguna og tillögu að deiliskipulagi
á bæjarskrifstofu Norðurþings sem haldinn var 24. september.
Einnig var haldinn kynningarfundur um skipulagstillögurnar og tilheyrandi umhverfisskýrslur á Kópaskeri 25. september.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna strenglagnarinnar ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sú skipulagstillaga verði samþykkt til kynningar skv. ákvæðum 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að senda hana til athugunar hjá Skipulagsstofnun sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Skipulagsfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi urðunarsvæðisins og leggur nefndin til við bæjarstjórn að hún verði kynnt óbreytt skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða aðalskipulagsbreytingu. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur samhljóða.

7.Vegagerðin,ósk um breytingu á deiliskipulagi Dettifossvegar

Málsnúmer 201310056Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 110. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir afgreiðslu á tillögu að breytingu deiliskipulags Dettifossvegar innan Norðurþings.
Breytingin nær til þess að skilgreind eru tvö svæði undir vinnubúðir vegna vegagerðarinnar.

Nefndin
lítur svo á að skv. aðalskipulagi og samþykktu deiliskipulagi þar sem skilgreindur er vegur meðfram Jökulsá verði að reikna með vinnubúðum vegna vegagerðar.
Nefndin telur því að falla megi frá gerð skipulagslýsingar sbr. 3. mgr. 40. gr og almennum kynningarfundi sbr. 4. mgr. 40. gr. sömu laga.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. að fengnu samþykki Svæðisráðs Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða.

8.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 37

Málsnúmer 1309005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 37. fundar félags- og barnaverndarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

9.Bæjarráð Norðurþings - 83

Málsnúmer 1309006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 83. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

10.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 29

Málsnúmer 1310004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 29. fundar fræðslu- og menningarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

11.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 34

Málsnúmer 1310003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 34. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Til máls tók undir lið 5. - Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

12.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 110

Málsnúmer 1310005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 110. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

Fundi slitið - kl. 19:00.