Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

27. fundur 30. júlí 2013 kl. 19:00 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
 • Jón Grímsson aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
 • Olga Gísladóttir 2. varaforseti
 • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
 • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
 • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
 • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
 • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.PCC - Iðnaðarstarfsemi á Bakka

Málsnúmer 201106039Vakta málsnúmer

Forseti setti fund og bar upp ósk um að fundargerð 32. fundar framkvæmda- og hafnanefndar sem fram fór 30. júlí yrði tekin inn á dagskrá bæjarstjórnar með afbrigðum. Beiðnin samþykkt samhljóða. Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu lóðasamningur milli sveitarfélagsins Norðurþings og PCC BakkiSillicon hf., vegna iðnaðaruppbyggingar í landi Bakka við Húsavík. Til máls tóku: Bergur, Hjálmar Bogi, Jón Grímsson, Þráinn, Soffía, Gunnlaugur, Jón Helgi og Olga. Bæjarstjórn Norðurþings samþykkir samhljóða fyrirliggjandi lóðasamning milli sveitarfélagsins Norðurþings og PCC BakkiSillicon hf., og felur bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun bæjarstjórnar: Ljóst er að með samþykki fyrirliggjandi samninga er tekið stórt skref fram á við varðandi uppbyggingu í landi Bakka við Húsavík. Sveitarfélagið Norðurþing hefur hér með gengið frá þeim samningum sem nauðsynlegir eru fyrir framvindu verkefnisins, í góðri sátt við þýska fyrirtækið PCC se. Það er eindregin von bæjarstjórnar Norðurþings að senn líði að því að sú uppbygging sem stefnt hefur verið að hefjist innan tíðar, íbúum svæðisins til hagsbóta.

Fundi slitið - kl. 19:00.