Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Fasteignagjöld í Norðurþingi
201706056
Nýverið hefur komið fram að fasteignamat í Norðurþingi, og þá aðallega á Húsavík hefur hækkað mikið. Byggðarráð telur ljóst að bregðast þurfi við álagningu fasteignagjalda fyrir komandi ár. Sveitarstjóra og fjármálastjóra er falið að undirbúa leiðir til lækkunar álagningar fasteignagjalda fyrir komandi ár.
2.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um tímabundið tækifærisleyfi vegna sjómannadansleiks í Hnitbjörg, 675 Raufarhöfn
201706047
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um umsögn vegna tímabundins tækifærisleyfis vegna sjómannadansleiks að Hnitbjörgum á Raufarhöfn. Umsækjandi er Hörður I. Þorgeirsson fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Pólstjörnunnar.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.
3.Aðalfundur Rifóss hf. 2017
201706010
Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Rifóss hf. sem haldinn verður mánudaginn 28. júní 2017 í Skúlagarði.
Byggðarráð samþykkir að Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri Norðurþings verði fulltrúi Norðurþings á fundinum.
4.Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra sf. 2017
201706027
Fyrir byggðarráði liggur boð á aðalfund Dvalarheimilis aldraðra þann 14. júní kl. 14. fundurinn verður haldinn í Miðhvammi. Fulltrúar Norðurþings eru:
Örlygur Hnefill Örlygsson
Olga Gísladóttir
Sólveig Mikaelsdóttir
Soffía Helgadóttir
Anna Ragnarsdóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson
Olga Gísladóttir
Sólveig Mikaelsdóttir
Soffía Helgadóttir
Anna Ragnarsdóttir
Byggðarráð samþykkir að eftirtaldir aðilar verði varamenn fyrir Norðurþing á fundi Dvalarheimils aldraðra þann 14. júní:
Hjálmar Bogi Hafliðason
Jónas Einarsson
Fundarboðið er lagt fram.
Hjálmar Bogi Hafliðason
Jónas Einarsson
Fundarboðið er lagt fram.
5.Aðalfundur Leigufélagsins Hvamms 2017
201706054
Fyrir byggðarráði liggur boð um aðalfund Leigufélagsins Hvamms ehf. sem haldinn verður þann 14. júní n.k.
Fundarboðið er lagt fram.
Fundi slitið - kl. 18:00.