Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

239. fundur 12. janúar 2018 kl. 12:00 - 14:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Málefni Skúlagarðs

Málsnúmer 201704036Vakta málsnúmer

Tryggvi Finnsson mætir á fundinn og fer yfir málefni Skúlagarðs.
Byggðarráð þakkar Tryggva fyrir hans yfirferð á stöðu Skúlagarðs.

2.Slökkvilið Norðurþings: ársskýrsla 2017

Málsnúmer 201801029Vakta málsnúmer

Fyrir byggðaráði liggur skýrsla slökkviliðsstjóra Norðurþings um starfsemi Slökkviliðs Norðurþings árið 2017. Grímur Kárason mætir á fundinn og fer yfir ársskýrsluna.
Byggðarráð fór yfir málefni slökkviliðs.

3.Samþykktir Norðurþings 2018

Málsnúmer 201801010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja frumdrög að breytingum á samþykktum Norðurþings.
Byggðarráð vísar samþykktum Norðurþings 2018 til umræðu í sveitarstjórn.

4.Uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs

Málsnúmer 201801001Vakta málsnúmer

Borist hefur uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs. Staðfest bókun sveitarstjórnar þarf að liggja fyrir við undirritun samkomulagsins. Uppgjörinu á að vera lokið þann 31. janúar 2018.
Byggðarráð vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.

5.Niðurstöður þjónustukönnunar 2017

Málsnúmer 201801044Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja niðurstöður þjónustukönnunar Gallup um þjónustu sveitarfélaga árið 2017.
Lagt fram til kynningar.

6.Raufarhöfn og framtíðin - staða og framtíðarsýn verkefnisins

Málsnúmer 201710122Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað sveitarstjóra, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Þingeyginga um aukið samstarf og slagkraft í atvinnu- og samfélagsþróun á Raufarhöfn.
Byggðarráð telur brýnt að áfram verði unnið með íbúum Raufarhafnar að atvinnumálum eftir að verkefni Byggðastofnunar um brothættar byggðir „Raufarhöfn og framtíðin“ lýkur. Byggðarráð samþykkir að koma að því að stofna nýtt stöðugildi á Raufarhöfn sem fái það hlutverk að vinna að atvinnu- og samfélagstengdum málum. Sveitarstjóra er falið að útfæra verkefnið í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Stefnt verði að því að Norðurþing fjármagni með nýju fjárframlagi sem nemur u.þ.b. 50% af starfinu og leggi til aðstöðu eftir samkomulagi.

Fundi slitið - kl. 14:45.