Byggðarráð Norðurþings

303. fundur 01. október 2019 kl. 07:30 - 10:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019

201909094

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 2. október.
Kristján Þór Magnússon fer á fundinn fyrir hönd Norðurþings.

2.Fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.

201909115

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands frá 20. september s.l.
Lagt fram til kynningar.

3.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.

201909116

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

4.Til umsagnar: Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál.

201909097

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

5.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101.

201909120

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

201906029

Á fund byggðarráðs mæta sviðsstjórar málaflokka og sjóða og fara yfir fjárhagsáætlunarvinnu sinna rekstrareininga vegna ársins 2020.
Byggðarráð þakkar sviðsstjórum fyrir yfirferðina.

Fundi slitið - kl. 10:00.