Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Undir lið 1. situr fundinn Níels Guðmundsson endurskoðandi hjá Enor.
1.Ársreikningur Norðurþings 2021
202203101
Fyrir liggur ársreikningur Norðurþings 2021 til kynningar.
Byggðarráð þakkar Níelsi Guðmynssyni endurskoðanda fyrir komuna á fundinn.
Ársreikningurinn er lagður fram til kynningar og verður lagður fram til undirritunar á næsta fundi.
Ársreikningurinn er lagður fram til kynningar og verður lagður fram til undirritunar á næsta fundi.
2.Erindi frá Hraðið nýsköpunarmiðstöð
202112041
Fyrir byggðarráði liggja frekari upplýsingar og gögn um starfssemina á Hafnarstéttinni. Sveitarstjóra var falið á 392. fundi byggðarráðs þann 24. mars sl. að leggja fram frekari tillögur að aðkomu Norðurþings að verkefninu.
Meirihluti byggðarráðs felur sveitarstjóra að vinna drög að samkomulagi um stuðning við Hraðið og leggja fyrir ráðið að nýju.
Bergur Elías óskar bókað:
Undirritaður leggur til að ný sveitarstjórn taki málið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og 3 ára áætlun.
Bergur Elías óskar bókað:
Undirritaður leggur til að ný sveitarstjórn taki málið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og 3 ára áætlun.
3.Þórseyri kauptilboð
202204050
Fyrir byggðarráði liggur kauptilboð í Þórseyri, 671 Kópaskeri. Fastanúmer eignar 251-3711.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vera í sambandi við fasteignasala vegna hugsanlegs gagntilboðs í eignina.
4.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings
202109098
Fyrir byggðarráði er lagt fram til kynningar mál vegna uppbyggingar innviða á fræðslu og tómstundarsviði.
Málið var kynnt í fjölskylduráði þann 11. apríl og var vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs. Á 124. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 12. apríl var málinu vísað til kynningar í byggðarráði.
Málið var kynnt í fjölskylduráði þann 11. apríl og var vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs. Á 124. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 12. apríl var málinu vísað til kynningar í byggðarráði.
Lagt fram til kynningar.
5.Framlög til stjórmálasamtaka skv 5.gr laga nr.162/2006
202204055
Fyrir byggðarráði liggur tillaga um að heildarupphæð til stjórnmálasamtaka skv. lögum nr. 162/2006 verði í samræmi við fjárhagsáætlun Norðurþings kr. 500.000 vegna ársins 2022. Greiðslunni verði skipt í tvennt á kosningaári í samræmi við lög og reglur.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
6.Tilnefning fulltrúa í umsjónarnefnd um náttúruvættið Dettifoss, Selfoss og Hafragilsfoss og nágrenni
202204051
Fyrir byggðarráði liggur að tilnefna fulltrúa í umsjónarnefnd um náttúruvættið Dettifoss, Selfoss og Hafragilsfoss og nágrenni.
Byggðarráð tilnefnir Sigríði Þorvaldsdóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins í umsjónarnefndina og Aldey Unnar Traustadóttir til vara.
7.Trúnaðarmál
202204045
Fyrir byggðarráði liggur erindi til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
8.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2022-2023
202202064
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð svæðisráðs norðursvæðis 89. fundur haldinn á fjarfundi, þriðjudaginn 5. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2022
202201113
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 50. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 1. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.
10.Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga 2022
202204043
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum Norðurþings á Kópaskeri og Raufarhöfn, vegna sveitarstjórnarkosninga 2022.
Að breyttum kosningalögum, sbr. 69. gr. l. nr. 112/2021, er framkvæmdinni nú lýst svo:
"Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur farið fram: [?] Í húsnæði á vegum sveitarfélags, enda skal sýslumaður að ósk sveitarstjórnar skipa kjörstjóra, sem getur verið starfsmaður sveitarfélags, til þess að annast atkvæðagreiðslu. Heimilt er að ósk sveitarfélags að slíkur kjörstaður sé hreyfanlegur, enda sé jafnræðis gætt við veitingu þeirrar þjónustu."
Að breyttum kosningalögum, sbr. 69. gr. l. nr. 112/2021, er framkvæmdinni nú lýst svo:
"Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur farið fram: [?] Í húsnæði á vegum sveitarfélags, enda skal sýslumaður að ósk sveitarstjórnar skipa kjörstjóra, sem getur verið starfsmaður sveitarfélags, til þess að annast atkvæðagreiðslu. Heimilt er að ósk sveitarfélags að slíkur kjörstaður sé hreyfanlegur, enda sé jafnræðis gætt við veitingu þeirrar þjónustu."
Byggðarráð staðfestir að vilji er til áframhaldandi samstarfs vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum Norðurþings á Kópaskeri og Raufarhöfn, vegna sveitarstjórnarkosninga 2022. Sveitarstjóra falið að óska eftir við sýslumann að skipa kjörstjóra vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum Norðurþings á Kópaskeri og Raufarhöfn.
11.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2022
202204049
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Markaðsstofu Norðurlands frá 4. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.
12.Aðalfundur Húsavíkurstofu 2022
202204056
Boðað er til aðalfundar Húsavíkurstofu, fundurinn verður haldin miðvikudaginn 27. apríl kl 16:00 í sal Hvalasafnsins.
Byggðarráð tilnefnir Benóný Val Jakobsson sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinum og Helenu Eydísi Ingólfsdóttir til vara.
13.Aðalfundarboð Orkuveitu Húsavíkur 2022
202204065
Boðað er til aðalfundar Orkuveitu Húsavíkur, föstudaginn 22. apríl n.k.
Byggðarráð tilnefnir Helenu Eydísi Ingólfsdóttir sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinum og Hafrúnu Olgeirsdóttir til vara.
Fundi slitið - kl. 11:02.