Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

438. fundur 17. ágúst 2023 kl. 08:30 - 10:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 2, sat fundinn Aðalsteinn Árni Baldursson.

1.Umræða um tillögu vegna SR lóðar

Málsnúmer 202106051Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að taka umræðu um næstu skref í málefnum SR- lóðar á Raufarhöfn, eins og kunnugt er gekk ekki eftir að selja eignirnar eins og áformað var.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fá uppfærðar kostnaðartölur í að lágmarka þá foktjónshættu sem eignirnar skapa.

2.Staðan í atvinnumálum í sumar og horfur á næstu mánuðum

Málsnúmer 202308022Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs mætir Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar og fer yfir stöðu og horfur í atvinnumálum í sveitarfélaginu.
Byggðarráð þakkar Aðalsteini fyrir komuna á fundinn og góðar upplýsingar um þær margþættu áskoranir sem eru í atvinnumálum um þessar mundir.

3.Staða á framkvæmdum

Málsnúmer 202306014Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur staða á framkvæmdum sem áformaðar voru í sumar og haust.
Fjármálastjóri fór yfir þær framkvæmdir sem eru í gangi víðsvegar í sveitarfélaginu um þessar mundir.

4.Vigtarskúr á hafnasvæði

Málsnúmer 202308003Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að fjalla um framtíð vigtarskúrsins á hafnarsvæðinu.
Fyrir liggur að hafnarstjórn hefur tekið ákvörðun um að selja eignina og þá með því skilyrði að hún verði flutt af svæðinu.

5.Grænbók um skipulagsmál til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda

Málsnúmer 202308006Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið vekur athygli á að grænbók um skipulagsmál er nú í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda, frestur til að skila umsögn eða ábendingum er til og með 24. ágúst nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:40.