Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

466. fundur 06. júní 2024 kl. 08:30 - 10:10 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Soffía Gísladóttir varamaður
    Aðalmaður: Hjálmar Bogi Hafliðason
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Rekstur Norðurþings 2024

Málsnúmer 202312117Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í maí mánuði og yfirlit yfir tekjur fyrstu fjóra mánuði ársins 2024.
Fjármálastjóri fór yfir útsvarstekjur í maí og yfirlit yfir tekjur málaflokka fyrstu fjóra mánuði ársins 2024.

2.Erindi frá innviðaráðuneytinu vegna stjórnsýslu byggðarráðs Norðurþings

Málsnúmer 202405104Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að svari við erindi frá innviðaráðuneytinu vegna sjtórnsýslu Norðurþings.
Byggðarráð felur fjármálastjóra sem staðgengli sveitarstjóra að svara erindinu.
Fylgiskjöl:

3.Kynning á fyrirhuguðu uppgræðsluverkefni í upplandi Húsavíkur - Grjóthálsskógar.

Málsnúmer 202405032Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu á milli Norðurþings, Skógræktarfélags Húsavíkur, Yggdrasill Carbon og Land og Skógur; samstarf um uppgræðslu- og kolefnisbindingarverkefni á heiðarlöndum Húsavíkur undir nafninu Grjóthálsskógar.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi viljayfirlýsingu og vísar henni til umfjöllunar í sveitarstjórn.

4.Nýtt fasteignamat vegna ársins 2025

Málsnúmer 202405117Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar ný birt fasteignamat vegna ársins 2025.
Hafrún leggur fram eftirfarandi tillögu:
Nú liggur fyrir að fasteignamat á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu er að hækka um 13% á milli ára. Í ljósi þess legg ég til að fjármálastjóra verði falið að taka saman gögn um möguleikann á því að lækka álagningarprósentu á íbúðarhúsnæði til að koma til móts við þessa hækkun og þau gögn muni liggja fyrir í haust við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða.

5.Aðalfundarboð Dvalarheimilis aldraðra Húsavík

Málsnúmer 202405083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð Dvalarheimislis aldraðra á Húsavík, fundurinn verður haldinn þann 27. júní nk.
Einnig liggja til kynningar tillögur Norðurþings vegna aðalfundar.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttur til setu á fundinum og Hjálmar Boga Hafliðason til vara. Ráðið felur fjármálastjóra sem staðgengli sveitarstjóra að skila inn tillögum Norðurþings til aðalfundar.

6.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna Völsungsballs á Mærudögum

Málsnúmer 202405065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni vegna tímabundis áfengisleyfis í Íþróttahöllinni á Húsavík á Mærudögum í lok júlí.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

7.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna dansleiks á Sólstöðuhátíðinni

Málsnúmer 202405066Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni vegna dansleiks á Sölstöðuhátíð á Kópaskeri þann 23. júní nk.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

8.Hvítbók í málefnum innflytjenda mál nr.1092024- samráð

Málsnúmer 202405102Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur boð um samráð mál nr. 109/2024. Hvítbók í málefnum innflytjenda.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í fjölskylduráði.

9.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar 72. fundar Samtaka orkusveitarfélaga haldinn þann 2. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir SSNE 2024

Málsnúmer 202401065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 63. fundar stjórnar SSNE frá 30. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Hverfisráð Öxafjarðar 2023-2025

Málsnúmer 202405073Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Öxarfjarðar frá 24. maí sl.
Byggðarráð vísar neðangreindum málum í farveg innan stjórnsýslunnar.

1. Íslandspóstur Samantektarskýrsla vegna tilraunaverkefnisins og niðurstöður úr þjónustukönnun.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma ábendingum hverfisráðs til Íslandspósts.

3. Sundlaugin í Lundi
Byggðarráð telur ótímabært að halda íbúafund vegna sundlaugarinnar og skólalóðar í Lundi fyrr en frekari gögn liggja fyrir.

4. Önnur mál
Byggðarráð vísar ábendingu um ruslafötur á Kópaskeri og ábendingu um skólalóðina í Lundi til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Byggðarráð vísar skólamálum á Kópaskeri til umfjöllunar í fjölskylduráði.

12.Umhverfis- og samgöngunefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024

Málsnúmer 202401017Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. mál.
Lagt fram til kynningar.

13.Allsherjar- og menntamálanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024

Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis: til umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.), 925. mál.
Lagt fram til kynningar.

14.Atvinnuveganefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024

Málsnúmer 202402004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar frá Atvinnuveganefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030, 1036. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.