Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

469. fundur 04. júlí 2024 kl. 08:30 - 10:10 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Aldey Unnar Traustadóttir sat fundinn í fjarfundi.

1.Rekstur Norðurþings 2024

Málsnúmer 202312117Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í júnímánuði.
Fjármálastjóri fór yfir útsvarstekjur júnímánaðar og lykiltölur í rekstri fyrstu sex mánuði ársins.

2.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Fyrrir byggðarráði liggur áætlun fyrir fundatilhögun í haust vegna fjárhagsáætlunarvinnu vegna áætlana árin 2025- 2028.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun.

3.Söluheimild eigna 2024

Málsnúmer 202406083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja tillögur um sölu eigna í eigu Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna sölumöguleika þeirra eigna sem vilji er til að selja og leggja málið fyrir ráðið að nýju.

4.Viðauki fjárfesting Ketilsbraut 7-9

Málsnúmer 202406094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur viðauki vegna ársins 2024 að upphæð 15 m.kr vegna hönnunar og undirbúnings vegna fjárfestingar að Ketilsbraut 7- 9 á Húsavík.
Byggðarráð samþykkir viðauka að upphæð 15 m.kr í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar vegna undirbúnings og hönnunar á eigninni Ketilsbraut 7-9, svo verkið verði tilbúið til útboðs í haust.

5.Erindi frá Leikfélagi Húsavíkur

Málsnúmer 202407004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um styrk að upphæð 700 þ.kr vegna kaupa á ljósaborði.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Leikfélag Húsavíkur um 700 þ.kr.

6.Umsóknir um stofnframlög

Málsnúmer 202309027Vakta málsnúmer

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um stofnframlög til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020. Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí 2024.
Byggðarráð samþykkir að sækja ekki um að þessu sinni enda er verkefni í gangi með Bjargi íbúðafélagi sem er þegar með samþykkt stofnframlag.

7.Greið leið ehf., hlutafjáraukning

Málsnúmer 202406067Vakta málsnúmer

Stjórn félagsins hefur ákveðið að nýta sér að hluta nýfengna heimild aðalfundar til þess að auka hlutafé félagsins en fyrirhugað er að hækka hlutafé félagsins um 2 milljónir kr. á genginu 1.

Óskað er eftri að hluthafar taki afstöðu til erindisins í síðasta lagi 15. júlí 2024.
Byggðarráð samþykkir að Norðurþing auki hlutafé sitt til samræmis við eignarhlut sinn í félaginu.

8.Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 202406059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem óskað er eftir að sveitarstjórnir á svæðinu taki mál flugklasans til umfjöllunar og ræði hvort halda eigi áfram stuðningi við verkefnið og með hvaða hætti. Lagt er til að haldinn verði sameiginlegur fundur sveitarfélaga í lok sumars þar sem fulltrúar sveitarfélaga ræði saman og taki ákvörðun um framhaldið.
Byggðarráð er jákvætt fyrir sameiginlegum fundi með sveitarfélögum á svæðinu þar sem rætt verði um framhald verkefnisins um Flugklasann Air 66N.

9.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna tónleika í Heimskautsgerðinu á Raufarhöfn

Málsnúmer 202406095Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi vegna tónleika í Heimskautsgerðinu á Raufarhöfn þann 7. september nk.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

10.Íbúakönnun landshlutanna 2023

Málsnúmer 202407003Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar niðurstöður Íbúakönnunar landshlutanna 2023 en það er samstarfsverkefni allra landshlutasamtaka utan höfuðborgarsvæðisins, ásamt Byggðastofnun.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fundur nr. 949 haldinn þann 23. júní sl. og fundur nr. 950 haldinn þann 21. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2024

Málsnúmer 202401054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu frá 10. maí sl. og 13. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Skipulags- og framkvæmdaráð - 192

Málsnúmer 2406009FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði í umboði sveitarsjórnar liggur fundargerð 192. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 2. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.