Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

181. fundur 30. júní 2016 kl. 16:00 - 17:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarsjóra
Dagskrá

1.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um viðbót við fyrra rekstrarleyfi vegna gistingar í Saltvík

Málsnúmer 201606128Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra ókar eftir umsögn um viðbót við fyrra rekstrarleyfi til handa Bjarna Páli Vilhjálmssyni til sölu gistingar í húsi við Saltvík
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

2.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn varðandi endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Heiðarbæ í Reykjarhverfi

Málsnúmer 201606148Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi til handa Sigríði K Hjálmarsdóttur til sölu gistingar og veitingu veitinga í Heiðarbæ, Reykjvarhverfi.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

3.Ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks

Málsnúmer 201606117Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Ferðamálastofu þar sem óskað er eftir að samstarf við sveitarfélagið um framhald verkefnis sem gengið hefur undir nafninu "Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar".
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að finna aðila í verkið

4.Erindi GPG til Byggðastofnunar vegna Brothættra byggða-verkefnisins

Málsnúmer 201606122Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá GPG Seafood ehf þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið vinni að því með fyrirtækinu að auka sértæka úthlutun aflaheimilda á yfirstandandi fiskveiðiári vegna verkefnisins Brothættar byggðir.
Bréfið er lagt fram

5.Dótturfélög Norðurþings

Málsnúmer 201606123Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir stöðu fasteigna- og fjárfestingafélaga í fullri eigu Norðurþings
Fjármálastjóra falið að vinna í því að eignir fasteignafélaganna renni inn í eignasjóð

6.Staða skólameistara við Framhaldsskólann á Húsavík

Málsnúmer 201606147Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík þar sem lýst er óánægju með að ráðningarferli skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík verði frestað til haustsins.
Bréfið er lagt fram til kynningar

7.Fjármál 2016

Málsnúmer 201603018Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur útgönguspá um laun og tekjur fyrir Norðurþing 2016
Fjármálastjóri fór yfir útgönguspá fyrir árið 2016

8.Uppbygging íbúahverfis á Húsavík

Málsnúmer 201606149Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá PCC Seaview Residences ehf þar sem óskað er eftir fjárhagslegri aðkomu Norðurþings að gatnagerð í áðurúthlutuðu hverfi E.
Áður en hægt er að taka afstöðu til fjárhagslegrar aðkomu sveitarfélagsins að gatnagerðinni telur byggðarráð að erindið þurfi að fara í efnislega meðferð hjá skipulags- og umhverfisnefnd. Erindinu er vísað til þeirrar nefndar.

9.Orkuveita Húsavíkur ohf - 152

Málsnúmer 1605012Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 152 fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur.
Fundargerðin er lögð fram

Fundi slitið - kl. 17:45.