Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

205. fundur 09. febrúar 2017 kl. 16:00 - 17:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Tjaldsvæðið á Húsavík

Málsnúmer 201608033Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um rekstrarfyrirkomulag tjaldstæðisins n.k. sumar. Sveitarstjóri fer yfir vinnu starfshóps sem fundað hefur um framtíðaráform er varða tjaldstæði á Húsavík og uppbyggingu þess. Jafnframt verður gert grein fyrir umræðum hópsins er snýr að mögulegum rekstri bílastæðasjóðs á Húsavík.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að sveitarfélagið standi að rekstri tjaldstæðisins á Húsavík sumarið 2017 og felur framkvæmdanefnd að vinna að útfærslu verkefnisins.

2.Innheimta fasteignagjalda - fyrirkomulag

Málsnúmer 201702022Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá aðalbókara Norðurþings um að fasteignagjöld undir 25 þúsund krónum skuli innheimt með einum gjalddaga en verði ekki dreift yfir árið.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillöguna.

3.Hvalasafnið - fasteignagjöld

Málsnúmer 201702048Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Hvalasafninu á Húsavík varðandi álagningu fasteignagjalda á safnið. Þar kemur fram að viðurkennd söfn og safnahús eru undanþegin fasteignaskatti samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sjá 5. grein laganna, http://www.althingi.is/lagas/nuna/1995004.html.
Framkvæmdastjóri Hvalasafnsins óskar eftir því að safnið verði undanþegið álagningu fasteignaskatts sbr. fyrrnefnd lög um tekjuskatta sveitarfélaga.

Málinu frestað til næsta fundar. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna um málið.

Óli Halldórsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

4.Endurskoðun samninga við Fjölís

Málsnúmer 201702041Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar viðræður sambandsins við FJÖLÍS um endurskoðun samninga varðandi afnot af höfundarvernduðu efni í stjórnsýslu sveitarfélaga. Lagt er til við sveitarfélög að þau gangi til samninga við Fjölís um ofangreind afnot, á grunni þeirra viðræðna sem fóru fram á milli sambandsins og FJÖLÍSS. Eftirfarandi bókun var samþykkt á stjórnarfundi sambandsins um málið:
"Stjórnin samþykkti að mæla með því við sveitarfélögin að þau gangi til samninga við FJÖLÍS á grundvelli þeirra gagna sem lögð voru fram á fundinum. Framkvæmdastjóra falið að tilkynna sveitarfélögunum þessa niðurstöðu".
Einnig fylgir með erindi sambandsins, bréf frá FJÖLÍS þar sem samningurinn er kynntur og drög að samningi á milli Norðurþings og FJÖLÍSS.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við FJÖLÍS.

5.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201702033Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur 846. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin er lögð fram.

6.Norðurþing og Gallup: Þjónusta sveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201702050Vakta málsnúmer

Í lok ársins 2016 var framkvæmd þjónustukönnun á vegum Gallup meðal fjölmargra sveitarfélaga landsins og í Norðurþingi þar á meðal. Niðurstöður könnunarinnar liggja fyrir byggðarráði og verða birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Könnunin er lögð fram.

7.Varðar óselt hlutafé í Fjallalambi - erindi frá stjórn

Málsnúmer 201702060Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá stjórn Fjallalambs á Kópaskeri er ósk félagsins um kaup Byggðastofnunar á óseldu hlutafé.
Byggðarráð hvetur Byggðastofnun til að verða við ósk félagsins, m.a. í ljósi byggðasjónarmiða og lögbundins hlutverks Byggðastofnunar.

Fundi slitið - kl. 17:20.