Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings

36. fundur 12. júní 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Kristjana M. Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður
  • María Óskarsdóttir aðalmaður
  • Dögg Káradóttir félagsmálafulltrúi
  • Hilda Rós Pálsdóttir varaformaður
Fundargerð ritaði: Dögg Káradóttir Félagsmálafulltrúi
Dagskrá

1.Búsetuúrræði fyrir fatlaða

200804052

Koma þarf upp framtíðarhúsnæði fyrir skammtímavistun, þar sem núverandi húsnæði ber ekki þessa starfssemi lengur.

2.Forvarnir Fjölskylduþjónusta Þing.

200709085

Kynnt hugmynd forvararhóps um að boðið verði upp á foreldrafærninámskeið fyrir foreldra barna á ákv. aldri. Nefndin lýsir ánægju með hugmynd forvararhópsins og hvetur til hugmyndin verði þróuð áfram.

3.Húsnæðið að Sólbrekku 28

201006088

Lagt er til að bílskúrinn í Sólbrekku 28 verði innréttaður sem einstaklingsíbúð sen yrði nýtt sem "æfingarhúsnæði" fyrir sjálfstæða búsetu. Starfsmenn Sólbrekku myndu þjónusta þessa einingu. Gerð hefur verið kostnaðaráltun.

4.Málefni fatlaðra

200810024

Endurskoðun á flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaga stendur. Fulltúar sambandsins, ráðuneytisins og verkefnastjóri funduðu með félagsmálastjóra, deildarstjóra og fjármálastjóra. Framlög jöfnunarsjóðs til þjónustsvæðisins munu lækka um 20 milljónir eins og útlit er fyrir núna.

5.Málefni starfsmanna félagsþjónustu

201306012

Kynnt breyting á starfsmönnum í félagsþjónustunni. Ráðin hefur verið félagsráðgjafi í 100 % starf frá og með 1. ágúst n.k.

6.Önnur mál til kynningar

201212005

Umsókn um undanþágu til að fá greiddar sérstakarhúsaleigubætur tekin fyrir. Erindinu hafnað á grundvelli tekja en miðað var við tekjumörk á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirkomulag með neyðarsímabarnaverndar kynnt.

7.Halldór Valdimarsson f.h. Rauða krossins í Þingeyjarsýslu, staða Setursins, geðræktarmiðstöðvar á Húsavík

201306015

Kynnt ályktun frá Rauðakrossinum í Þingeyjarsýslu um málefni Setursins. Nefndin tekur undir ályktunina

Fundi slitið - kl. 16:00.