Félagsmálanefnd

4. fundur 09. júní 2016 kl. 13:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Hróðný Lund aðalmaður
Fundargerð ritaði: Díana Jónsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Erindi umboðsmanns barna til félags- og húsnæðismálaráðherra um talsmann i barnaverndarmálum

201605072

Bréf dagsett 3.5.2016 frá Barnaverndarstofu og Umboðsmanni barna er lagt fram til kynningar. Þar brýnir Barnaverndarstofa fyrir barnaverndarnefndum að taka sig á varðandi mat á því hvort skipa eigi börnum talsmenn við vinnslu barnaverndarmála.

Á vikulegum samráðsfundum starfsmanna barnaverndarnefndar Þingeyinga þar sem ákvarðanatökur í barnaverndarmálum fara fram er lagt mat á það í hverju máli fyrir sig hvort ástæða sé til þess að skipa barni talsmann og bókun gerð með rökstuðningi þar um.

2.Málefni fatlaðra

200709183

Fyrir fundinum liggur erindi varðandi málefni fatlaðra.

Niðurstaða máls samkvæmt ákvörðun fundar

3.Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun

201510072

Félagsmálastjóri fór yfir jafnréttisáætlun sveitarfélagsins varðandi kynjahlutfall í nefndum og ráðum eftir ráðgjöf frá Jafnréttisstofu.

Til að tryggja jafnan hlut kynja í nefndum setur nefndin inn eftirfarandi málsgreinar í Jafnréttisáætlun Norðurþings:
Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir með þremur fulltrúum skal meirihluti skipa fulltrúa af báðum kynjum. Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir með fimm fulltrúum skulu bæði meirihluti og minnihluti tilnefna fulltrúa af báðum kynjum. Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir með sjö fulltrúum skal meirihluti tilnefna tvo af hvoru kyni og minnihluti tilnefna fulltrúa af báðum kynjum.

Fyrirkomulagið um skipan í nefndir, ráð og stjórnir tekur þegar gildi og skal viðhaft þegar breytingar eiga sér stað í nefndum, stjórnum og ráðum eða þegar skipað er í nýjar nefndir, stjórnir og ráð.

Félagsmálanefnd samþykkir Jafnréttisáætlun Norðurþings og vísar henni til sveitarstjórnar.

4.Kynning á breytingum á húsaleigu félagslegra íbúða hjá Norðurþingi

201604016

Félagsmálastjóri fór yfir ramma varðandi sérstakar húsaleigubætur í Norðurþingi eftir hækkun húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum Norðurþings fyrir árið 2016 og drög að reglum varðandi þær.

Félagsmálanefnd samþykkir reglur um sérstakar húsaleigubætur hjá Norðurþingi og vísar þeim til sveitastjórnar.

Fundi slitið - kl. 15:00.