Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Fjárhagur málaflokka fræðslu- og menningarnefndar 2012. Skýringar á frávikum 2011.
201206036
Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti frávik frá fjárhagsáætlun 2011 og skýringar á þeim. Einnig var farið yfir fjárhagsstöðu málaflokka nefndarinnar fyrir árið 2012.
2.Öxarfjarðarskóli - skólaakstur leikskólabarna.
201206040
Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að skipuleggja skólaakstur leikskólabarna Öxarfjarðarskóla í samstarfi við skólastjóra og skólabílstjóra samkvæmt fyrirliggjandi hugmyndum. Jafnframt leggur fræðslu- og menningarnefnd áherslu á að auglýst verði eftir dagforeldrum á Kópaskeri eða leikskóladeildin opnuð myndist þörf fyrir þá þjónustu.
3.Áskorun frá Foreldrafélagi Borgarhólsskóla
201206003
Fræðslu- og menningarnefnd þakkar foreldrafélagi Borgarhólsskóla brýninguna.
4.66. fundur stjórnar Þekkingarnets Þingeyinga
201206004
Fundargerð Þekkingarnets Þingeyinga lögð fram til kynningar.
5.Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti 2012
201201045
Erindið lagt fram til kynningar.
6.Skólastefna Norðurþings
200709069
Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að koma skólastefnu Norðurþings í prentform.
Fundi slitið - kl. 18:00.