Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

13. fundur 13. mars 2012 kl. 15:00 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Fundargerð ritaði: Huld Aðalbjarnardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Tónlistarskóli Húsavíkur, áherslur og horfur í skólastarfinu.

Málsnúmer 201203036Vakta málsnúmer





Mætt voru Árni Sigurbjarnarson skólastjóri, Adrianne Davis fulltrúi kennara og Arna Þórarinsdóttir fulltrúi Heiltóns.

Skólastjóri sagði stuttlega frá uppbyggingu og þróun samstarfs Tónlistarskóla Húsavíkur við grunn- og leikskóla Húsavíkur, nú Norðuþings frá árinu 1972 til dagsins í dag og skipulag þjónustu tónlistarskólans við nemendur sveitarfélagsins. Í mars voru alls 126 nemendur í einstaklingsnámi og þar af 17 fullorðnir. Þá er einnig boðið upp á nám í samstarfi við leik- og grunnskólana, 4-5 ára nemendur fá 30 mín kennslu 6-8 saman í hóp, í fyrstu sex bekkjum grunnskólans er boðið upp á nám í minni hópum alls 1 klst á viku þar sem unnið er með ákveðin verkefni í hverjum aldurshóp, m.a. söng, blokkflautu, hljóðfæri að eigin vali, marimba og djembe. Í 9. og 10. bekk hefur verið boðið upp á val í hóptímum s.s. gítar, söng, tæknival, hljómsveitarval og unglingakór.

Fulltrúar Tónlistarskóla Húsavíkur viku af fundi kl. 15:30

2.Borgarhólsskóli - Skóladagatal og starfsáætlun 2012-2013

Málsnúmer 201203038Vakta málsnúmer



Mættar voru Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir og Sólveig Mikaelsdóttir fulltrúar kennara.

Skólastjóri fór yfir drög að skóladagatali. Drögin voru rædd en afgreiðslu frestað til næsta fundar. Þá upplýsti Þórgunnur fundinn um þær starfsmannabreytingar sem sjáanlegar eru í kortunum, tveir kennarar fara í námsleyfi og fjölgun nemenda kallar á endurskoðun stöðuhlutfalla kennara.

Borgarhólsskóli fékk styrk frá Velferðarráðuneytinu til að vinna áfram að þróunarverkefni varðandi langveik börn og börn með ADHD og þá eru starfsmenn að vinna að þróunarverkefni varðandi námsmat og verður kynning á þeim verkefnum 12. júní.

Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl. 16:00

3.Grænuvellir - Skóladagatal og starfsáætlun 2012-2013

Málsnúmer 201203039Vakta málsnúmer



Mætt voru Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri, Lilja Sigurðardóttir fulltrúi starfsfólks, Brynjúlfur Sigurðsson og Bergþóra Höskuldsdóttir fulltrúar foreldra.

Skólastjóri fór yfir skóladagatal 2012-2013. Skólinn opnar 7. ágúst eftir sumarleyfi sem hefst 9. júlí og lokað verður alls þrjá daga vegna annarra starfa starfsfólks yfir skólaárið, Þingdagurinn í september, Norðurþingsdagurinn 15. febrúar og skipulagsdagur 26. apríl. Hefðbundnar uppákomur og þemadagar koma fram á skóladagatalinu auk lögbundinna frídaga.

Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi skóladagatal Grænuvalla fyrir árið 2012-2013.

Stjórnendur og starfsfólk skipuleggja á vordögum starfsemi næsta vetrar þegar umsóknir um leikskólapláss liggja fyrir.

Guðrún sagði frá fyrirhugaðri ferð til Svíþjóðar 18.-22. apríl næstkomandi. Heimsóttir verða þrír leikskólar, Stock och Sten, útileikskóli staðsettur í skógivöxnum garði í miðborg Malmö, St. Gertruds förskola vinnur eftir Reggio Emilio uppeldisstefnunni og Möllevángen sem er rútuleikskóli. Auk faglegra markmiða er einnig stefnt að hópeflingu starfsmanna með leik og góðri samveru. Hugmyndir um að bjóða foreldrum að nýta leikskólann þá tvo daga sem hann lokar er í skoðun.

4.Leikskólar í Norðurþingi - staða leikskólaplássa.

Málsnúmer 201202026Vakta málsnúmer






<P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt"><SPAN style="FONT-SIZE: 12pt; LINE-HEIGHT: 115%"><FONT face=Calibri>Á fundi fræðslu- og menningarnefndar 14. febrúar 2012 var eftirfarandi bókun gerð:

<P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt"><I style="mso-bidi-font-style: normal"><SPAN style="FONT-SIZE: 12pt; LINE-HEIGHT: 115%"><FONT face=Calibri>„Fræðslu- og menningarnefnd telur mikilvægt að dagforeldrar verði áfram starfandi í Norðurþingi til að mæta þörfum á dagvistunarplássum. Fræðslu- og menningarfulltrúa er falið að vinna málið áfram í samráði við stjórnendur, starfsfólk, og foreldraráð Grænuvalla“</FONT></I>
<P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt"><SPAN style="FONT-SIZE: 12pt; LINE-HEIGHT: 115%"><FONT face=Calibri>Starfsfólk og foreldraráð Grænuvalla styðja þá tillögu að fullnýta pláss hjá dagforeldrunum og eiga laus pláss á Grænuvöllum til að hafa svigrúm til að taka inn eldri börn. Fræðslu- og menningarnefnd tekur undir með starfsfólki og foreldraráði að þessi háttur verði hafður á skólaárið 2012-2013.

5.Öxarfjarðarskóli - Skóladagatal og starfsáætlun 2012-2013

Málsnúmer 201203040Vakta málsnúmer




Mættar voru Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir skólastjóri, Vigdís Sigvarðardóttir fulltrúi kennara og Guðlaug Anna Ívarsdóttir fulltrúi foreldra.

Skólastjóri fór yfir skóladagatal 2012-2013 fyrir Öxarfjarðarskóla. Skólasetning er fyrirhuguð 21. ágúst og skólaslit 24. maí alls 180 nemendadagar, fimm starfsdagar eru á árinu þar sem starfsmenn huga að öðrum verkefnum, 21. ágúst, 28. september, 26. október, 4. janúar og 15. febrúar auk þess teljast átta dagar utan skólatíma. Hefðbundnar uppákomur og þemadagar eru merkt inn á dagatalið. Þær uppákomur sem eru utan hefðbundins skólatíma teljast nemendadagar þar sem allir nemendur og starfsfólk taka þátt.


Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi skóladagatal Öxarfjarðarskóla fyrir árið 2012-2013.

Að öllu óbreyttu verða 35 grunnskólanemendur skólaárið 2012-2013 sem er 15% fækkun, leikskólanemendur verða 16-17 í Lundi en aðeins útlit fyrir að 1 leikskólabarn sæki um á Krílakoti á Kópaskeri og verður deildin þar með órekstrarhæf sem leikskóladeild. Í heildina verða leikskólabörnin álíka mörg og á skólaárinu 2011-2012. Ljóst er að fækkað verður um 2,3 stöðugildi milli skólaára úr 18,5 í 16,2 stöðugildi. Lengd viðvera hefur mælst vel fyrir í skólasamfélaginu, þar sem nemendur fá tilboð um ýmsar frístundir, leik, heimanám, íþróttir og fleira eftir hefðbundinn skólatíma.

Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 17:00

6.Grunnskóli Raufarhafnar - skóladagatal og starfsáætlun 2012-2013

Málsnúmer 201203041Vakta málsnúmer



Mætt voru á símafundi Jóhann Skagfjörð Magnússon skólastjóri, Þóra Soffía Gylfadóttir fulltrúi kennara og Einar Sigurðsson fulltrúi foreldra.

Skólastjóri fór yfir skóladagatal 2012-2013 fyrir Grunnskóla Raufarhafnar. Skólasetning er fyrirhuguð 27. ágúst og skólaslit 5. júní alls 180 nemendadagar, fimm starfsdagar eru á árinu þar sem starfsmenn huga að öðrum verkefnum, 28. september, 16. og 18. janúar, 15. febrúar og 4. júní auk þess teljast átta dagar utan skólatíma. Hefðbundnar uppákomur og þemadagar eru merkt inn á dagatalið. Þær uppákomur sem eru utan hefðbundins skólatíma teljast nemendadagar þar sem allir nemendur og starfsfólk taka þátt.


Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar fyrir árið 2012-2013.

Útlit er fyrir að 16 nemendur verði í grunnskólanum sem er fækkun um fjóra frá því sem nú er og 4-5 leikskólabörn. Stöðuhlutföll verða að mestu óbreytt.

Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar viku af fundi kl. 17:30

7.Úthlutun úr lista- og menningarsjóði Norðurþings 2012

Málsnúmer 201203055Vakta málsnúmer



Lista- og menningarsjóður hefur 1.500.000,- til úthlutunar á árinu 2012 en úthlutað er tvisvar á ári. Umsóknir fyrir fyrri úthlutun námu hátt í 3 milljónum. Fræðslu- og menningarnefnd úthlutar styrkjum að upphæð alls 690.000,- til ýmissa lista- og menningarverkefna. Auk þess gerir nefndin ráð fyrir styrk að upphæð 150.000,- til framkvæmdaraðila Tónlistarveislu 2012. Fræðslu- og menningarfulltrúa er falið að auglýsa eftir framkvæmdaraðila Tónlistarveislu 2012.

8.Fræðafélag um forystufé sækir um styrk í Lista- og menningarsjóð til uppbyggingar fræðaseturs

Málsnúmer 201203042Vakta málsnúmer


Fræðafélag um forystufé sækir um styrk til Lista- og menningarsjóðs. Fræðafélag um forystufé er áhugamannafélag um uppbyggingu fræðaseturs um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði, annars vegar er um uppbyggingu á húsnæði að ræða og hins vegar öflun efnis og uppbygging sýningar. Á landinu eru aðeins um 1.400 forystukindur sem eru einstakar á heimsvísu og allar upprunnar úr Þingeyjarsýslu. Sótt er um styrk til uppbyggingar sýningarinnar.

Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

9.Notendur Miðjunnar á Húsavík sækja um styrk í Lista- og menningarsjóð til listsýningar

Málsnúmer 201203037Vakta málsnúmer


Miðjan á Húsavík sækir um styrk til Lista og menningarsjóðs vegna efniskostnaðar fyrir verkefnið Mosaik og dúkkuhús sem sýnt verður í vor í tilefni af List án landamæra.


Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

10.Heiða Þorgeirsdóttir f.h. áhugaleikhóps á Raufarhöfn, sækir um styrk í Lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201203034Vakta málsnúmer



Hópur áhugafólks um leiklist á Raufarhöfn sækir um styrk til Lista- og menningarsjóðs Norðurþings vegna uppsetningar á leikverki sem byggt verður í kring um texta Jónasar Friðriks Guðnasonar. Stefnt er að sýningu á menningardögum haustið 2012.

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000,-.

11.Karlakórinn Hreimur, umsókn um styrk

Málsnúmer 201103038Vakta málsnúmer


Karlakórinn Hreimur sækir um styrk til Lista- og menningasjóðs Norðurþings vegna Vorfagnaðar kórsins sem haldinn verður laugardaginn 31. mars. Regína Ósk, Jogvan Hansen, Sólveig Anna Jónsdóttir píanisti og Knútur Emil Jónasson tónlistarmaður verða gestir kórsins að þessu sinni.


Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000,-.

12.Þóra Soffía Gylfadóttir f.h. Hrútadagsnefndar sækir um styrk í Lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201203029Vakta málsnúmer


Hrútadagsnefnd sækir um styrk til Lista- og menningarsjóðs Norðurþings vegna verkefnisins Síldarstúlkan. Listakonan Ingibjörg Gunnarsdóttir og handverksmaðurinn Björn Halldórsson munu vinna saman skúlptúrinn "Síldarstúlkan" sem afhjúpaður verður á Hrútadeginum ásamt verkum skólabarna sem unnin verða undir stjórn Þóru Soffíu Gylfadóttur listgreinakennara á Raufarhöfn eftir fræðslu um síldarárin á Raufarhöfn.


Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 70.000,-.

13.Örlygur H. Örlygsson og Dagmar Kristjánsdóttir f.h. Ljósmyndaklúbbsins Norðurljósa sækja um styrk í Lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201203028Vakta málsnúmer

Ljósmyndaklúbbúrinn Norðurljós sækir um styrk til Lista- og menningarsjóðs Norðurþings vegna uppsetningar ljósmyndasýningar á verkum klúbbfélaga.


Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 70.000,-.

14.Skjálftafélagið sækir um styrk í Lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201203026Vakta málsnúmer

Skjálftafélagið sækir um styrk til Lista- og menningarsjóðs Norðurþings vegna fræðsluverkefnis til handa grunnskólabörnum.


Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

15.Sólseturskórinn - umsókn um styrk í lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201110041Vakta málsnúmer

Sólseturskórinn sækir um styrk í Lista- og menningarsjóðs Norðurþings vegna starfsemi kórsins og kóramóts eldriborgara á vordögum.


Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000,-.

16.FRAFL sækir um styrk vegna Jónsvöku sem halda á 10. til 16. júní 2012 á Húsavík

Málsnúmer 201203024Vakta málsnúmer


FRAFL Framkvæmdafélag listamanna sækir um styrk til Lista- og menningarsjóðs Norðurþings vegna listahátíðarinnar Jónsvöku.
Helsta markmið Jónsvöku er að gefa uppennandi listamönnum tækifæri á að koma listsköpun sinni á framfæri.


Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000,-.

17.Ingunn St. Svavarsdóttir sækir um styrk í Lista- og menningarsjóð Norðurþings

Málsnúmer 201203021Vakta málsnúmer


Ingunn St. Svavarsdóttir og Jónas Friðrik Guðnason sækja um styrk til Lista- og menningarsjóðs vegna útgáfu á bókverki og sýningar því tengdu þar sem teikningar konu um kvenmanninn frá vöggu til grafar eru settar í verk ásamt ljóðum um sama efni, sem samið er af karlmanni.


Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000,-.

18.Leikfélag Húsavíkur sækir um styrk í Lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201203012Vakta málsnúmer


Leikfélag Húsavíkur sækir um styrk til Lista- og menningarsjóðs til að skrásetja og skanna sögu leikfélagsins á tölvutækt form.


Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000,-.

Fundi slitið - kl. 19:15.