Fræðslunefnd

18. fundur 13. september 2017 kl. 12:00 - 16:00 Í Öxarfjarðarskóla/Grunnskólanum á Raufarhöfn
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir varaformaður
  • Jón Höskuldsson Ritari
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Málefni Öxarfjarðarskóla voru á dagskrá í Öxarfjarðarskóla kl. 12.
Málefni Grunnskóla Raufarhafnar voru á dagskrá í Grunnskóla Raufarhafnar kl. 14.30.

1.Heimsókn fræðslunefndar í Öxarfjarðarskóla.

201709040

Fræðslunefnd heimsækir Öxarfjarðarskóla og kynnir sér starfssemi hans.
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla kynnti skólann og starfssemi hans fyrir fræðslunefnd.
Fræðslunefnd fór að lokinni heimsókn í Öxarfjarðarskóla til Kópaskers og heimsótti leikskóladeildina þar.

2.Öxarfjarðarskóli - Mötuneyti, gjaldskrá 2018.

201709048

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar gjaldskrá mötuneytis Öxarfjarðarskóla 2018.
Þar sem mötuneyti Öxarfjarðarskóla er ekki rekið sérstaklega og fæðisgjöld nemenda eingöngu innheimt til samræmis við hráefniskostnað hverju sinni er ekki um eiginlega gjaldskrá að ræða. Mötuneytið tilheyrir fjárhag skólans og umræða um tekjur þess því færð undir umræðu um fjárhagsáætlun Öxarfjarðarskóla.

3.Öxarfjarðarskóli - Fjárhagsáætlun 2017

201606127

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun Öxarfjarðarskóla 2017.
Skólastjóri gerir ráð fyrir í útgönguspá fyrir árið 2017 að launakostnaður fari um 10 milljónum fram úr áætlun. Kjarasamningur kennara var samþykktur eftir að fjárhagsáætlun var samþykkt og er laus að nýju í nóvember á þessu ári. Þá voru launahækkanir annarra starfsmanna umfram það sem áætlað var.

4.Leikskólar Norðurþings, gjaldskrá 2018.

201709046

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar gjaldskrá leikskóla Norðurþings 2018.
Lögð er fram til kynningar fyrir áheyrnarfulltrúa Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar gjaldskrá leikskóla Norðurþings sem samþykkt var á fundi fræðslunefndar þann 12. september.

5.Heimsókn fræðslunefndar í Grunnskóla Raufarhafnar.

201709038

Fræðslunefnd heimsækir Grunnskóla Raufarhafnar og kynnir sér starfssemi hans.
Birna Björnsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar kynnti skólann og starfssemi hans fyrir fræðslunefnd.

6.Grunnskóli Raufarhafnar - Mötuneyti, gjaldskrá 2018.

201709047

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar gjaldskrá mötuneytis Grunnskóla Raufarhafnar 2018.
Þar sem mötuneyti Grunnskóla Raufarhafnar er ekki rekið sérstaklega og fæðisgjöld nemenda eingöngu innheimt til samræmis við hráefniskostnað hverju sinni er ekki um eiginlega gjaldskrá að ræða. Mötuneytið tilheyrir fjárhag skólans og umræða um tekjur þess því færð undir umræðu um fjárhagsáætlun Grunnskóla Raufarhafnar.

7.Grunnskóli Raufarhafnar - Fjárhagsáætlun 2017

201606124

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun Grunnskóla Raufarhafnar 2017.
Skólastjóri gerir ráð fyrir í útgönguspá fyrir árið 2017 að launakostnaður fari um 3,5 milljónum fram úr áætlun. Kjarasamningur kennara var samþykktur eftir að fjárhagsáætlun var samþykkt og er laus að nýju í nóvember á þessu ári. Einnig voru launahækkanir annarra starfsmanna umfram það sem áætlað var. Verið er að ganga frá ráðningu starsfmanns sem mun sinna gæslu nemenda í skólanum en ekki var gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla og Ann-Charlotte Fernholm staðgengill skólastjóra sátu fundinn undir liðum 1-4.
Birna Björnsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir liðum 4-7.

Fundi slitið - kl. 16:00.