Fræðslunefnd

8. fundur 16. nóvember 2016 kl. 13:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir varaformaður
  • Anný Peta Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Jón Höskuldsson Ritari
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Málefni Grænuvalla verða á dagskrá kl. 13.00.
Málefni Borgarhólsskóla verða á dagskrá kl. 13.45.
Málefni Öxarfjarðarskóla verða á dagskrá kl. 14.00.
Málefni Grunnskóla Raufarhafnar verða á dagskrá kl. 14.10.
Málefni Tónlistarskóla Húsavíkur verða á dagskrá kl. 14.20.

1.Leikskólar - Gjaldskrá 2017

201611072

Fyrir fræðslunefnd liggur endurskoðun gjaldskrár leikskóla vegna ársins 2017.
Lögð er fram gjaldskrá sem felur í sér þriggja prósenta hækkun. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá.

2.Fjölgun leikskólaplássa á Húsavík.

201604068

Fyrir fræðslunefnd liggur skýrsla starfshóps um fjölgun leikskólaplássa á Húsavík.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að skoðuð verði frekar leið tvö b í skýrslu starfshóps.

3.Borgarhólsskóli/mötuneyti - Gjaldskrá 2017

201609127

Fyrir fræðslunefnd liggur endurskoðun gjaldskrár mötuneytis Borgarhólsskóla vegna ársins 2017.
Lögð er til þriggja prósenta hækkun á gjaldskrá mötuneytis. Fræðslunefnd samþykkir hækkunina.

4.Borgarhólsskóli - Umferðaröryggi við sundlaug Húsavíkur

201611085

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Þórgunnar R. Vigfúsdóttur um umferðaröryggi nemenda á leiðinni í og úr sundkennslu.
Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur Þórgunnar og vísar erindinu til framkvæmdanefndar.

5.Öxarfjarðarskóli/mötuneyti - Gjaldskrá 2017

201609152

Fyrir fræðslunefnd liggur endurskoðun gjaldskrár mötuneytis Öxarfjarðarskóla vegna ársins 2017.
Lögð er til þriggja prósenta hækkun á gjaldskrá mötuneytis. Fræðslunefnd samþykkir hækkunina.

6.Grunnskólinn á Raufarhöfn/mötuneyti - Gjaldskrá 2017

201609151

Fyrir fræðslunefnd liggur endurskoðun gjaldskrár mötuneytis Grunnskóla Raufarhafnar vegna ársins 2017.
Skólastjóri telur ekki vera þörf á hækkun gjaldskrár að svo stöddu þar sem gjöld standa undir hráefniskostnaði mötuneytis.

7.Tónlistarskóli Húsavíkur - Gjaldskrá 2017

201611082

Fyrir fræðslunefnd liggur endurskoðun gjaldskrár Tónlistarskóla Húsavíkur vegna ársins 2017.
Lögð er fram gjaldskrá sem felur í sér þriggja prósenta hækkun. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá.

8.Fræðslusvið - Fjárhagsstaða

201611083

Lögð er fram til kynningar fjárhagsstaða fræðslusviðs tímabilið janúar til október.
Lagt fram til kynningar.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Signý Valdimarsdóttir fulltrúi foreldra og Fanney Óskarsdóttir fulltrúi starfsfólks sátu fundinn undir liðum eitt og tvö.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fulltrúi starfsfólks og Eyrún Ýr Tryggvadóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir liðum þrjú og fjögur.
Katý Bjarnadóttir fulltrúi Tjörneshrepps sat fundinn undir liðum eitt til fjögur.
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri sat fundinn í síma undir lið fimm.
Birna Björnsdóttir skólastjóri, María Sveinsdóttir fulltrúi starfsmanna og Elva Björk Óskarsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn í síma undir lið sex.

Fundi slitið - kl. 15:00.