Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

32. fundur 30. júlí 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Þráinn Guðni Gunnarsson formaður
  • Jón Grímsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Tryggvi Jóhannsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.PCC - Iðnaðarstarfsemi á Bakka

Málsnúmer 201106039Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til afgreiðslu samningur milli hafnasjóðs Norðurþings og PCC BakkiSillicon hf. vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Garðar Garðarsson, lögfræðingur sveitarfélagsins hefur farið yfir og kynnt samninginn fyrir nefndinni, eins og hann liggur fyrir. PCC BakkiSillicon hf., er í eigu þýska fyrirtækisins PCC se, sem hyggst byggja og reka kísilverksmiðju í landi Bakka við Húsavík. Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings samþykkir samhljóða fyrirliggjandi hafnasamning milli hafnasjóðs Norðurþings og PCC BakkiSilicon hf., og leggur til við bæjarstjórn að hann verði samþykktur. Nefndin veitir bæjarstjóra og hafnastjóra heimild til að undirrita samninginn fyrir hönd hafnasjóðs Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 16:00.