Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð - 6

Málsnúmer 1808005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 84. fundur - 18.09.2018

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 6. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 7 "Óleyfisframkvæmdir við Hafnarstétt 13": Bergur og Kristján.

Kristján leggur fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn harmar að framkvæmdir hafi farið út fyrir þær heimildir sem gefnar hafa verið og koma skýrlega fram í ítrekuðum bókunum hjá skipulags- og umhverfisnefnd og síðar skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings. Sveitarstjórn telur brotin þess eðlis að fullt tilefni sé til þess að skipulags- og byggingarfulltrúi krefjist þess að óleyfisframkvæmdirnar verði fjarlægðar með vísan til 55. gr. og 56. gr. laga um mannvirki.

Bókunin er samþykkt með atkvæðum Helenu, Kristjáns, Óla, Silju og Örlygs.

Bergur, Bylgja, Guðbjartur og Hrund sitja hjá.


Fundargerðin er lögð fram.