Fara í efni

Thorsil ehf-Óskar eftir viðræðum við Norðurþing um úthlutun 20 hektara lóðar á skipulögðu iðnaðarsvæði á Bakka

Málsnúmer 201107032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 76. fundur - 13.06.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Thorsil ehf. þar sem óskað er eftir 20 ha lóð á skipulögðu iðnaðarsvæði á Bakka. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til skipulags- og byggingarnefndar til frekari meðferðar.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 107. fundur - 17.07.2013

Bæjarráð Norðurþings hefur vísað til umfjöllunar skipulagsnefndar ósk Thorsil ehf 22 ha lóð undir kísilmálmverksmiðju. Skipulags- og byggingarnefnd lýsir sig reiðubúna til að hefja undirbúning deiliskipulags lóðar undir starfsemi Thorsils að Bakka. Fyrir deilskipulagningu þarf væntanlegur lóðarhafi að leggja fram fullnægjandi upplýsingar um fyrirhugaða uppbyggingu.